Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
27. júní 2018

Heimila lyfjagjöf gegn lús í laxeldi

Matvælastofnun hefur heimilað að lyf verði notuð gegn laxalús í tveimur sjókvíaeldisstöðvum á Vestfjörðum, annars vegar í Tálknafirði og hins vegar í Arnarfirði. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að fulltrúar hennar hafi farið í eftirlitsferð í Tálknafirði og þar hafi við lúsatalningu sést greinileg merki um að sú lús sem lifði af veturinn væri lífvænleg, farin að tímgast og merki um nýsmit.  

Talið var að engar aðrar aðferðir hefðu nægt til að hreinsa fiskinn af lús. Töluverð hægt væri annars á neikvæðum áhrifum á velferð fisksins auk þess sem taka þurfi tillit til hættu á smiti á villtan fisk og eldisfisk í nágrannafjörðum.

 

Matvælastofnun segir að í Arnarfirði sé lyfjameðhöndluninni ætlað að vera að hluta til fyrirbyggjandi en þar sé lúsasmit nokkuð mikið og mikill fjöldi fiska. Verði ekki aflúsað þar kunni fyrirbyggjandi aðgerðir gegn laxalús að fara forgörðum í öllum þremur eldisstöðvunum í firðinum.

 

Árangur sem hafi náðst við meðhöndlun á laxalús í einni af stöðvunum í Arnarfirði í fyrra þyki til marks um að fyrirbyggjandi aðgerðir séu mikilvægastar gegn laxalús. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum Ruv.is