Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
21. júní 2018

Nýjar veiðitölur

Þetta veiðitímabil byrjar víðast hvar ágætlega, góður vatnsbúskapur er í flestum ám og aðstæður góðar til veiða. En þess má geta að vatnshiti hefur verið sumstaðar æði lágur og af þeim sökum ekki verið kjörskilyrði til veiða og ekki ólíklegt að það hafi haft áhrif í sumum vatnakerfum. 

 

Það bættist töluvert af ám í liðinni veiðiviku í þann hóp sem hefur opnað og svo virðist sem veiðitölur í þónokkrum ám séu sambærilegar við þær tölur sem voru á svipuðum tíma á veiðitímabilinu í fyrra. Ekki bárust veiðitölur úr öllum ám en úr því verður bætt fljótlega.

Efst á listanum er Þverá og Kjarará en þar er veiðin komin í alls 238 laxa en síðasta veiðivika gaf 114 laxa. Í fyrra (21.06.2017) höfðu veiðst 256 laxar og veiðin nú borin saman ekki fjarri því að vera svipuð. Í öðru sæti er Urriðafoss en ekki hafa borist tölur þaðan með veiði síðustu viku. Norðurá er í þriðja sæti en þar er veiðin komin í 175 laxa og skilaði síðasta veiðivika 80 löxum.

 

Þær ár sem á eftir koma eru:

  

4. Blanda 118 laxar - vikuveiðin 66 laxar.

 

5. Miðfjarðará 95 laxar - veiði hófst 15.06.

 

6. Brennan í Hvítá 76 laxar - veiði hófst 05.06.

 

7. Haffjarðará  75 laxar - veiði hófst 14.06.

 

8a. Elliðaárnar 20 laxar - veiði hófst 20.06.

 

8b. Langá 20 laxar - veiði hófst 19.06.

 

9a. Ytri-Rangá 18 laxar - veiði hófst 20.06.

 

9b. Hítará. 18 laxar - veiði hófst 18.06

 

10. Flókadalsá 16 laxar - veiði hófst 18.06.

 

Hér eru nokkrar ár sem hafa opnað en veiðitölur hafa ekki borist frá enn sem komið er. Úr því verður bætt um leið og tölur berast:

 

Laxá á Ásum - veiði hófst 19.06

Laxá í Kjós - veiði hófst 15.06

Grímsá og Tunguá - veiði hófst 20.06

Laxá í Leirársveit - veiði hófst 15.06

Skjálfandafljót - veiði hófst 18.06

Laxá í Aðaldal - veiði hófst 20.06

Straumfjarðará - veiði hófst 20.06 (veiðitölur berast 21.06)

Haukadalsá - veiði hófst 20.06 (veiðitölur berast 21.06)

Víðidalsá - veiði hófst 20.06

Urriðafoss - veiðitölur bárust 13.06. (veiðitölur berast 21.06).

 

Landssamband veiðifélaga hefur í rúman áratug fylgst með veiði í 25 ám. Veiðitölum er safnað hvert miðvikudagskvöld og eru þær birtar á heimasíðu Lv, angling.is og jafnframt á síðu 322 á textavarpinu.

 

Velkomið er að senda veiðitölur í tölvupóst bjorn@angling.is eða senda sms í síma 852-3398. Gott er að láta stangarfjölda fylgja með hverju sinni.