Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
13. júní 2018

Frá Aðalfundi LV 2018

Aðalfundur Landssamband veiðifélaga var haldinn á Sauðárkróki  dagana 8. - 9.  júní. Fundinn sátu fulltrúar frá 33 veiðifélagi auk gesta, sem ávörpuðu fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa þá hélt Oddgeir Ottesen, hagfræðingur, erindi um; „Efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiði á Íslandi“ og Bjarni Jónsson, fiskifræðingur, um;  „Heildræn vistfræðileg nálgun á verndun og uppbyggingu laxastofna. Árangursríkar nýjungar í fiskirækt.“

Jón Helgi Björnsson í ræðustól. Til vinstri eru fundastjórarnir, Magnús Ólafsson og Örn Þórarinsson

 

Nokkrar ályktanir voru samþykktar á fundinum og verða þær birtar síðar á angling.is

Á fundinum fór fram kjör formanns LV og var Jón Helgi á Laxamýri endurkjörinn.  

 

Stjórn LV er því þannig skipuð:

Jón Helgi Björnsson, Laxamýri, formaður.

Jón Egilsson, Sauðhúsum, varaformaður.

Jón Benediktsson, Auðnum, ritari.

Stefán Már Gunnlaugsson, Hafnarfirði, gjaldkeri.

Þráinn Bj. Jónsson, Miklaholti, meðstjórnandi.

 

Hér að neðan eru myndir frá aðalfundinum á Sauðárkróki.