Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
20. apríl 2018

Sekt upp á eina milljón yfir ON staðfest

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest sekt sem Orkustofnun lagði á Orku náttúrunnar vegna tæmingar á lóni Andakílsárvirkjunar í maí á síðasta ári. Ráðuneytið kemst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd við tæminguna hafi verið ólögmæt.
 

Orkustofnun sektaði Orku náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, um eina milljón og taldi að tæmingin hefði átt að vera háð leyfi stofnunarinnar. Starfsmenn ON hafi sýnt af sér verulegt gáleysi við tæmingu lónsins og andvaraleysi með athafnaleysi sínu.  

Aur úr inntakslóni virkjunar í Andakílsá. Skjáskot ©Ruv.is

Orka náttúrunnar kærði ákvörðun Orkustofnunar til Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í október,  sektin væri ólögmæt þar sem ekki væri lagaheimild fyrir henni.  Í kærunni kemur fram að tæming lónsins hafi verið hluti af hefðbundnu viðhaldi og því ekki verið leyfisskyld. Það hafi átt að ástandsmeta stíflumannvirki og sinna almennri viðhaldsvinnu.
 

Í bréfi sem Orka náttúrunnar sendi Umhverfisstofnun lýsti fyrirtækið yfir fullri ábyrgð á umhverfisslysinu og í yfirlýsingu sem birtist á vef fyrirtækisins viðurkenndi það mistök sín.  Í fyrstu var talið að 4 til 5 þúsund rúmmetrar af efni hefðu borist niður ána frá inntakslóninu en það reyndist vera þrefalt til fimmfalt meira. 

 

Ráðuneytið segir í úrskurði sínum að  ljóst sé að aðgerðin hafi haft veruleg áhrif á Andakílsá. Öllum aðgerðum hafi verið flýtt og inntakslónið fyllt aftur fjórum dögum síðar. Ráðuneytið telur að framkvæmdin hafi verið ólögmæt og staðfesti því sekt Orkustofnunar. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum ruv.is