Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
19. desember 2017

Hrun í skosku laxveiðiánni Awe

Veruleg fækkun villtra laxa  sem skila sér í ánna Awe,  Argyll, á vesturhluta Skotlands, hefur leitt til kröfu um lokun fiskeldisstöðva á svæðinu. Jafnframt er farið þess á leit við stjórnvöld að áframhaldandi uppbygging  laxeldis í sjókvíum verði endurskoðuð.

 

Heimtur á villtum laxi í ánni Awe árið 2017 voru alls 480 laxar en árið 2016 skiluðu sér  870 laxar. Til samanburðar þá voru heimtur síðustu fimm ára að meðaltali 1400 laxar. Allt frá árinu 1964 hefur verið fylgst með laxgengd í ánni Awe og er þetta einna best vaktaða vatnakerfi Skotlands.  Heimtur þetta árið eru þær minnstu frá því að mælingar hófust og telja hagsmunaaðilar að algjört hrun blasi við laxfiskastofnum verði ekki gripið til aðgerða.

 

„Nýjar eldisstöðvar verða að vera staðsettar utan gönguleiða laxfiska og þær eldisstöðvar sem nú þegar eru í rekstri, staðsettar á viðkvæmum svæðum, og ekki náð að halda laxalús í lágmarki ætti að loka. Nauðsynlegt er að grípa til aðgerða ef á að takast að koma í veg fyrir áframhaldandi fækkun laxa í ánni Awe og veita þarf stjórnvöldum á svæðinu það vald sem þarf."

©www.salmon-trout.org

 

"Leita þarf allra leiða til að stöðva þessa þróun, koma í veg fyrir áframhaldandi skaða og búa til þau skilyrði sem nauðsynleg eru til að byggja stofna laxafiska upp á nýjan leik .“ segir Andrew Graham Stewart forstjóri  Salmon and Trout Conservation í  Skotlandi.

 

Hér er hægt að lesa nánar um málið.