Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
12. október 2017

Urriðadansinn næstkomandi laugardag

Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknarfyrirtækinu Laxfiskum verður, næstkomandi laugardag 14 október, með árlega fræðslugöngu sína á slóðir ísaldarurriðans i Öxará á Þingvöllum. Fræðslugangan sem gengur undir nafninu Urriðadans og hefst klukkan 14:00 á bílastæðinu (P5) þar sem Valhöll stóð og síðan er gengið með ánni upp undir Drekkingarhyl, sjá nánar hér á heimasíðu Þingvallaþjóðgarðs.

Jóhannes Sturlaugsson með góðkunningja í fanginu. Mynd © Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

Þetta mun vera fimmtánda árið í röð sem Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum er með fræðslugöngu sína og er óhætt að mæla með þessum bráðskemmtilega og fróðlega viðburð.