Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
12. október 2017

Nýjar veiðitölur

Enn eru laxar að veiðast þetta veiðitímabilið en nú eru einungis opnar þær ár sem byggja á seiðasleppingum. Ytri-Rangá er langefst á listanum okkar og er komin í alls 7292 laxa en vikuveiðin var 194 laxar. Eystri-Rangá er í þriðja sæti á listanum en veiðin er komin í alls 2125 laxa og vikuveiðin var 47 laxar. Veiði er enn stunduð í Þverá í Fljótshlíð en þar er veiðin komin í alls 447 laxa og vikuveiðin 11 laxar. Veiði hefur gengið mjög vel í Þverá þetta veiðitímabilið og er þetta mesti fjöldi laxa sem hefur veiðst frá því að fiskrækt hófst. Veiðin nú er orðin 140 löxum meiri en þegar mest veiddist en það var árið 2013 þegar alls 307 laxar veiddust. Veiði er einnig enn stunduð í Affalli í Landeyjum en þar er veiðin komin í alls 192 laxa. 

Veiði fer brátt að ljúka í síðustu ánum okkar en við fylgjumst áfram með. Við tökum saman tölur næsta miðvikudag 18. október.

 

Staðfestar lokatölur hafa ekki borist úr örfáum ám en þær verða birtar um leið og þær berast.

 

Söfnun veiðitalna væri ekki möguleg nema fyrir liðsinni fjölda aðila sem vikulega taka saman veiðitölur. Kærar þakkir fyrir ykkar liðsinni í veiðitölusöfnun