Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
10. október 2017

Tilkynning til formanna veiðifélaga

Formenn veiðifélaga

 

Landssamband veiðifélaga hefur samið við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands um endurgerð skýrslunnar frá 2004 um „Efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiða á Íslandi.“

 

Einn þáttur í þeirri vinnu er spurningalisti sem HHÍ sendi öllum veiðifélögum innan LV sl. sumar.

 

Enn vantar talsvert á að veiðifélögin hafi skilað svari. Vinsamlegast svarið HHÍ sem fyrst.

 

Minnum einnig á formannafundinn kl. 15:00 mánudaginn 16. október nk. í Bændahöllinni.

 

Með bestu kveðju

Landssamband veiðifélaga.