Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
5. október 2017

Nýjar veiðitölur

Um síðustu mánaðarmót lauk veiði í öllum þeim ám sem við flokkum sem náttúrulegar ár en veiðar í þeim ám sem byggja á seiðasleppingum verða stundaðar vel fram í október. Það var haustbragur á þeim tölum sem síðast bárust enda skilyrði til veiða misgóð sökum veðurfars og sumstaðar færri stangir á bak við veiðina. Veiðitölur bárust fremur seint í þetta skiptið en það skýrist af því að erfitt getur verið að fá veiðitölur þegar veiðihús hafa lokað og leiðsögumenn farnir af svæðinu. En allt skilar þetta sér að lokum og við skráum tölur inn þegar þær berast.

Röð efstu tíu ánna breytist lítilega eftir þessa veiðiviku en sem fyrr er Ytri-Rangá efst á listanum með 7098 laxa og vikuveiðin var 263 laxar. Í öðru sæti er Miðfjarðará með alls 3765 laxa en hún er efst náttúrulegu ánna. Eystri-Rangá færist úr fjórða sæti í það þriðja með alls 2078 laxa. Í fjórða sæti er Þverá og Kjarará með alls 2060 laxa.

 

Hér fyrir neðan er listi yfir efstu tíu árnar þessa vikuna.

 

1. Ytri-Rangá 7098 laxar - vikuveiði 263 laxar.

 

2. Miðfjarðará 3765 laxar - Lokatala.  

 

3. Eystri-Rangá  laxar 2078 - vikuveiði 37 laxar.

 

4. Þverá og Kjarará 2060 laxar - Lokatala.

 

5. Norðurá 1719 laxar -  Lokatala.

 

6.  Langá 1701 laxar - Lokatala

 

7.  Blanda 1433 laxar - Lokatala. 

 

8.  Grímsá og Tunguá 1290 laxar - Lokatala

 

9.  Haffjarðará 1167 laxar - Lokatala.

 

10. Laxá á Ásum 1108 laxar - Lokatala

 

 

Hér er hægt að skoða allan listann með tölum úr um 40 ám.

 

Nú eru einungis opnar þær ár sem byggja á seiðasleppingum en við fylgjumst að sjálfsögðu áfram með og tökum saman tölur næsta miðvikudag 11. október en lokatölur verða birtar um leið og þær berast.

 

Söfnun veiðitalna væri ekki möguleg nema fyrir liðsinni fjölda aðila sem vikulega taka saman veiðitölur. Kærar þakkir fyrir ykkar liðsinni í veiðitölusöfnun.