Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
27. september 2017

Nýjar veiðitölur

Nú hafa borist lokatölur úr tuttugu og tveimur ám þetta veiðitímabilið og flestar náttúrulegu árnar munu vera búnar að loka um næstu mánaðarmót. Veiðar í þeim ám sem byggja á seiðasleppingum verða stundaðar vel fram í október. Veiði gekk misvel þessa veiðivikuna og sumstaðar urðu skilyrði til veiða afleit sökum mikillar úrkomu og vatnavaxta sem fylgdu í kjölfarið. Engu að síður voru ágætis aðstæður til veiði í sumum ám og vikuveiðin góð miðað við árstíma. 

Röð efstu tíu ánna er óbreytt en sem fyrr er Ytri-Rangá efst á listanum með 6835 laxa og vikuveiðin var 309 laxar. Í öðru sæti er Miðfjarðará en þar er veiði nýlokið og veiddust alls 3765 laxar og vikuveiðin var 138 laxar. Veiði er lokið í Langá en þar veiddust 1701 lax og var vikuveiðin 161 laxar. Lokatalan er 268 löxum hærri en lokatalan í fyrra en þá veiddust samtals 1433 laxar.

 

 

Hér fyrir neðan er listi yfir efstu átta árnar þessa vikuna.

 

1. Ytri-Rangá 6835 laxar - vikuveiði 309 laxar.

 

2. Miðfjarðará 3765 laxar - vikuveiði 138 laxar. Lokatala.  

 

3. Þverá og Kjarará 2060 laxar - Lokatala.

  

4. Eystri-Rangá 2041 laxar - vikuveiði 11 laxar.

 

5. Norðurá 1719 laxar -  Lokatala.

 

6.  Langá 1701 laxar - vikuveiði 161 laxar. Lokatala

 

7.  Blanda 1433 laxar - Lokatala. 

 

8.  Grímsá og Tunguá 1264 laxar - vikuveiði 50 laxar.

 

9.  Haffjarðará 1167 laxar - Lokatala.

 

10. Laxá á Ásum 1108 laxar - Lokatala

 

 

Hér er hægt að skoða allan listann með tölum úr um 40 ám.

 

Veiðitölur berast stundum ekki úr öllum ám en tölur verða skráðar inn þegar þær berast.

 

Við tökum saman tölur næsta miðvikudag 4. október en lokatölur verða birtar um leið og þær berast.  Það styttist í að hægt sé að bera veiði allra vatnakerfa þetta árið, sem ekki byggja á seiðasleppingum, við undangengin veiðitímabil.  

 

Söfnun veiðitalna væri ekki möguleg nema fyrir liðsinni fjölda aðila sem vikulega taka saman veiðitölur. Kærar þakkir fyrir ykkar liðsinni í veiðitölusöfnun.