Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
31. ágúst 2017

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok miðvikudags 30. ágúst. Litlar breytingar eru á röð tíu efstu þessa vikuna nema að sú breyting að Norðurá lyftir sér upp um eitt sæti fer úr því sjötta í það fimmta. Eftir veiði síðustu viku bættist engin á í hóp þeirra sem hafa farið yfir 1000 laxa markið en Grímsá og Tunguá er þar nærri með alls 968 laxa en vikuveiðin var 50 laxar. Miðfjarðará nálgast 3000 laxa markið en þar hafa veiðst 2937 laxar, vikuveiðin var 269 laxar.

 

Í efsta sæti sem fyrr er Ytri-Rangá og er hún komin í alls 4582 laxa og vikuveiðin var 364 laxar. Miðfjarðará er í öðru sæti en alls hafa veiðst 2937 laxar og vikuveiðin var 269 laxar. Í þriðja sæti er Þverá og Kjarará en þar er veiðin komin í alls 1890 laxa en vikuveiðin var 113 laxar. Eystri-Rangá er í fjórða sæti og komin í alls 1773 laxa en vikuveiðin var 88 laxar.

 

Eftir veiði síðustu viku bættust nokkrar ár í hóp þeirra þar sem veiðin orðin svipuð eða meiri en lokatölur síðasta veiðitímabils árið 2016. Þær eru Flókadalsá, Búðardalsá, Laxá í Leirársveit, Hofsá og Sunnudalsá, Selá í Vopnafirði og Laxá í Kjós. Þær ár sem komnar voru með meiri veiði en í fyrra eru; Grímsá og Tunguá, Norðurá, Elliðaárnar, Laxá á Ásum, Straumanir í Hvítá, Þverá í Fljótshlíð og Norðlingafljót 

 

Líklegt er að fleiri ár bætist í þennan hóp á næstu vikum og má þar nefna Þverá og Kjarará, Langá og fl.

Hér fyrir neðan er listi yfir efstu 10 árnar þessa vikuna.

 

1. Ytri-Rangá 4582 laxar - vikuveiði 364 laxar.

 

2. Miðfjarðará 2937 laxar - vikuveiði 269 laxar.  

 

3. Þverá og Kjarará 1890 laxar - vikuveiði 113 laxar.

  

4. Eystri-Rangá 1773 laxar - vikuveiði 88 laxar.

 

5. Norðurá 1442 laxar - vikuveiði 87 laxar.

 

6. Blanda 1417 laxar - vikuveiði 27 laxar.  

 

7. Langá 1314 laxar - vikuveiði 77 laxar.

 

8. Haffjarðará 1085 laxar - vikuveiði 52 laxar.

 

9. Grímsá og Tunguá 968 laxar - vikuveiði 50 laxar.

 

10. Laxá á Ásum 870 laxar - vikuveiði 80 laxar.

 

 

Hér er hægt að skoða allan listann með tölum úr um 40 ám.

 

Veiðitölur berast stundum ekki úr öllum ám en tölur verða skráðar inn þegar þær berast.

 

Við tökum saman tölur næsta miðvikudag 6. september og þá fer að hylla undir lok veiðitímabilsins í fyrstu ánum þetta veiðitímabilið en mun verða um miðjan september.

 

Landssamband veiðifélaga hefur um áratug fylgst með veiði í 25 ám. Veiðitölum er safnað hvert miðvikudagskvöld og eru þær birtar á heimasíðu Lv, angling.is og jafnframt á síðu 322 á textavarpinu. Velkomið er að senda veiðitölur í tölvupóst bjorn@angling.is eða senda sms í síma 852-3398. Gott er að láta stangarfjölda fylgja með.  

 

Söfnun veiðitalna væri ekki möguleg nema fyrir liðsinni fjölda aðila sem vikulega taka saman veiðitölur. Kærar þakkir fyrir ykkar liðsinni í veiðitölusöfnun.