Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
25. ágúst 2017

Erfðablöndun laxa í ám á Vestfjörðum

Hafrannsóknastofnun fann vísbendingar um erfðablöndun í sex vatnsföllum á Vestfjörðum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um erfðablöndun eldislax af norskum uppruna við íslenska laxastofna.
 

Í þeim sex vatnsföllum þar sem Hafró greindi vísbendingar um erfðablöndun voru skýr merki í tveimur ám; í Botnsá í Tálknafirði og í Sunnudalsá í Trostansfirði inn af Arnarfirði. 

Erfðablöndun alvarleg

Leó A. Guðmundsson, höfundur skýrslunnar, segir það alvarlegt mál blandist eldislax íslenskum laxastofnum. „Það er oft talað um að þetta geti valdið hnignun laxastofna, þannig að það gangi færri laxar í ár. En mér finnst alvarlegustu afleiðingarnar að við erum að eyðileggja árþúsunda aðlögun íslenskra laxastofna með þessari erfðablöndun.“

 

Engar tilkynningar um slysasleppingar

Eftir aldursgreiningu á blendingunum mátti tengja erfðablöndunina við þekktar göngur kynþorska eldislaxa í vatnsföll á árunum 2014 og 2015. Þá benda vísbendingar til að blöndun hafi einnig orðið árið 2012. Engar slysasleppingar voru hins vegar tilkynntar árið 2012 og 2015.

 

Laxinn á Vestfjörðum sérstakur

Skyldleiki vestfirsku laxastofnanna við aðra laxastofna á Íslandi var auk þess greindur en þar kom í ljós að þeir vestfirsku myndi sérstakan erfðahóp. Höfundur skýrslunnar segir að þeir séu þá líklega mikilvægir með tilliti til líffræðilegs fjölbreytileika.

 

Þessa frétt er að finna á vefnum Ruv.is