Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
23. ágúst 2017

Kemur í veg fyrir fiskeldi í Ísafjarðardjúpi

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að verði farið að tillögum starfshóps á hennar vegum, verði ekki af áformum um sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi, að svo stöddu. Þetta er vegna þess að starfshópurinn leggur til að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar verði lagt til grundvallar þegar kemur að leyfisveitingu fyrir sjókvíaeldi. Ráðherrann bendir á að áhættumatið sé lifandi plagg og geti breyst með nýjum upplýsingum.
Eldislax ©Sumarliði Óskarsson

 

Starfshópur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stefnumótun í fiskeldi skilaði tillögum sínum í dag. 
 

Þorgerður Katrín segir í samtali við Hallgrím Indriðason, fréttamann RÚV, að tillögur starfshópsins sé tækifæri til að efla fiskeldi. Með því að leggja áhættumat Hafrannsóknarstofnunar til grundvallar því að leyfi verði veitt til fiskeldis, sé ekki verið að þrengja skilyrðin fyrir eldi. Fiskeldi eigi að vera sjálfbært og taka tillit til náttúru og lífríkisins.

 

Þessa frétt er að finna á vefnum Ruv.is