Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
20. ágúst 2017

Útilokar ekki að stöðva frekari vöxt laxeldis

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það koma vel til greina að skoða hvort stöðva þurfi frekari vöxt eldis á frjóum laxi á forsendum þess að vernda náttúrulega stofna og lífríki. Þetta velti þó á því hvort sú stefnumörkun sem nú sé unnið að vegna fiskeldis hafi tilætluð áhrif með tilliti til náttúruverndar.

 

Þetta kemur fram í svari Þorgerðar við fyrirspurn frá Birni Val Gíslasyni og Bjarna Jónssyni um laxeldi í sjókvíum.

 

Ráðherra segir í svarinu að hún telji að áhættumat Hafrannsóknarstofnunar, sem gefið var út 14. júlí, sé mjög mikilvægt til að draga úr áhættu af erfðablöndun.

 

Áhættumatið náði til þeirra fjarða sem hafa gengist undir burðarþolsmat stofnunarinnar og var niðurstaðan sú að Vestfirðir þoli 50 þúsund tonna eldi og Austfirðir 21 þúsund tonna eldi á frjóum laxi, án þess að það valdi óafturkræfum skaða á náttúrulegum laxastofnum vegna erfðablöndunar.

 

Framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldsistöðva sagði að áhættumatið væri einungis innlegg í umræðuna en ekki endanleg niðurstaða. Ef farið yrði eftir því yrði meiri hagsmunum fórnað fyrir minni og milljarðafjárfestingu hent út um gluggann. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum ruv.is