Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
10. ágúst 2017

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok miðvikudags 9. ágúst. Eftir veiði síðustu viku bættust tvær ár, Langá og Eystri-Rangá, í hóp þeirra sem hafa farið yfir 1000 laxa markið. Veiðin í Langá er komin í alls 1074 laxa og vikuveiðin var 111 laxar. Ef veiðin í Langá er borin saman við svipaðan tíma í fyrra (10 ágúst) þá var veiðin 875 laxar og er því veiðin núna 199 löxum meira en í fyrra. Veiðin í Eystri-Rangá hefur einnig gengið vel og er komin í alls 1091 laxa og vikuveiðin var 419 laxar. Tvær ár nálgast 1000 laxa markið en þær eru Haffjarðará með 912 laxa og Grímsá og Tunguá með 788 laxa.

Í efsta sæti er Ytri-Rangá en veiðin gengur vel, nálgast 3000 laxa markið, og er komin í alls 2881 laxa. Vikuveiðin var 594 laxar. Í Miðfjarðará gengur veiðin einnig vel og er hún komin yfir 2000 laxa markið en alls hafa veiðst 2173 laxar og vikuveiðin var 321 laxar.

 

Veiðin gekk vel í flestum ám síðustu viku en skilyrði til veiða voru víða betri en vikuna á undan. Skýrist það af úrkomu og betri vatnsbúskap í kjölfarið en jafnframt var ekki jafn sólríkt og lægra hitastig. Enn virðist smálax vera að ganga í einhverjum mæli upp í árnar og er það vel. Nú þegar eru nokkrar ár komnar með meiri veiði en lokatalan var í fyrra og má þar nefna Grímsá og Tunguá, Elliðaárnar og Laxá á Ásum. Fremur líklegt er að fleiri ár bætist í þennan hóp á næstu vikum.

Villtur lax ©Sumarliði Óskarsson

Hér fyrir neðan er listi yfir efstu 10 árnar.

 

1. Ytri-Rangá 2881 laxar - vikuveiði 594 laxar.

 

2. Miðfjarðará 2173 laxar - vikuveiði 321 laxar.  

 

3. Þverá og Kjarará 1466 laxar - vikuveiði 73 laxar.

  

4. Norðurá 1228 laxar - vikuveiði 53 laxar.  

 

5. Blanda 1219 laxar - vikuveiði 145 laxar.  

 

6. Eystri-Rangá 1091 laxar - vikuveiði 419 laxar.

 

7. Langa 1074 laxar - vikuveiði 111 laxar.

 

8. Haffjarðará  912 laxar - vikuveiði 104 laxar.

 

9. Grímsá og Tunguá 788 laxar - vikuveiði laxar 101.

  

10. Elliðaárnar 705 laxar - vikuveiði 58 laxar.

 

Hér er hægt að skoða allan listann með tölum úr um 40 ám.

 

Veiðitölur hafa ekki borist úr öllum ám en tölur verða skráðar inn þegar þær berast.

 

Við tökum saman tölur næsta miðvikudag 16. ágúst og verður fróðlegt að sjá hvernig gengur.

 

Landssamband veiðifélaga hefur um áratug fylgst með veiði í 25 ám. Veiðitölum er safnað hvert miðvikudagskvöld og eru þær birtar á heimasíðu Lv, angling.is og jafnframt á síðu 322 á textavarpinu. Velkomið er að senda veiðitölur í tölvupóst bjorn@angling.is eða senda sms í síma 852-3398. Gott er að láta stangarfjölda fylgja með.  

 

Söfnun veiðitalna væri ekki möguleg nema fyrir liðsinni fjölda aðila sem vikulega taka saman veiðitölur. Kærar þakkir fyrir ykkar liðsinni í veiðitölusöfnun.