Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
2. ágúst 2017

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok miðvikudags 2. ágúst. Eftir veiði síðustu viku bættist ein á, Blanda, í hóp þeirra sem hafa farið yfir 1000 laxa markið en veiðin er komin í alls 1074 laxa og vikuveiðin var 161 laxar. Tvær ár nálgast 1000 laxa markið en þær eru Langá með 963 laxa og Haffjarðará með 808 laxa.

Í efsta sæti er Ytri-Rangá en veiðin gengur afar vel og er komin í alls 2287 laxa. Vikuveiðin var 717 laxar. Í Miðfjarðará gengur veiðin einnig vel og  nálgast hún 2000 laxa markið en alls hafa veiðst 1852 laxar og vikuveiðin var 384 laxar.

 

Veiðin hefur gengið misvel síðustu viku og í þeim ám sem veiði hefur dregist saman skýrist það af vatnsbúskap, sólskini og hitastigi en sumar ár hafa mælst um og yfir 20 gráðu vatnshita. Við fyrrnefndar aðstæður getur laxinn verið tregur til að taka agn. Í flestum ám gengur veiðin ágætlega þó ekki séu allstaðar kjöraðstæður til veiða.

Hér fyrir neðan er listi yfir efstu 10 árnar.

 

1. Ytri-Rangá 2287 laxar - vikuveiði 717 laxar.

 

2. Miðfjarðará 1852 laxar - vikuveiði 384 laxar.  

 

3. Þverá og Kjarará 1393 laxar - vikuveiði 81 laxar.

  

4. Norðurá 1175 laxar - vikuveiði 80 laxar.  

 

5. Blanda 913 laxar - vikuveiði 161 laxar.  

 

6. Langa 963 laxar - vikuveiði 90 laxar.

 

7. Haffjarðará  808 laxar - vikuveiði 138 laxar.

 

8. Grímsá og Tunguá 687 laxar - vikuveiði laxar 93.

 

9. Eystri-Rangá 672 laxar - vikuveiði 334 laxar.

 

10. Urriðafoss í Þjórsá 656 laxar - vikuveiði 31 laxar.

 

Hér er hægt að skoða allan listann með tölum úr um 40 ám.

 

Við tökum saman tölur næsta miðvikudag 10. ágúst og verður áhugavert að sjá hvernig gengur.

 

Landssamband veiðifélaga hefur um áratug fylgst með veiði í 25 ám. Veiðitölum er safnað hvert miðvikudagskvöld og eru þær birtar á heimasíðu Lv, angling.is og jafnframt á síðu 322 á textavarpinu. Velkomið er að senda veiðitölur í tölvupóst bjorn@angling.is eða senda sms í síma 852-3398. Gott er að láta stangarfjölda fylgja með.  

 

Söfnun veiðitalna væri ekki möguleg nema fyrir liðsinni fjölda aðila sem vikulega taka saman veiðitölur. Kærar þakkir fyrir ykkar liðsinni í veiðitölusöfnun.