Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
27. júlí 2017

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 26. júlí. Eftir veiði síðustu viku bættust við þrjár ár sem hafa farið yfir 1000 laxa markið en fyrir var Þverá og Kjarará. Ytri-Rangá er núna efst á listanum og veiðin komin í 1570 laxa. Óhætt er að segja að veiðin hafi gengið vel síðastliðna viku en vikuveiðin var 668 laxar. Í öðru sæti er Miðfjarðará með 1458 laxa. Þar gengur veiðin einnig vel þrátt fyrir þau hlýindi sem hafa verið undanfarna daga fyrir norðan en vikuveiðin var 256 laxar. Í þriðja sæti er Þverá og Kjarará með 1312 laxa og vikuveiðin 74 laxar. Í fjórða sæti er Norðurá með 1095 laxa og vikuveiðin var 129 laxar.

 

Hér fyrir neðan eru næstu sex ár sem á eftir koma en þar er veiðitalan og vikuveiði. 

 

5. Blanda 913 laxar - vikuveiði 168 laxar.  

 

6. Langa 873 laxar - vikuveiði 142 laxar.

 

7. Haffjarðará  670 laxar - vikuveiði 123 laxar.

 

8. Urriðafoss í Þjórsá 625 laxar - vikuveiði 42 laxar.

 

9. Grímsá og Tunguá 594 laxar - vikuveiði laxar 91.

 

10. Elliðaárnar 577 laxar - vikuveiði 102 laxar.

 

Í raun má segja að víðast hvar hafi verið ágætis veiði miðað við aðstæður sem hafa ekki verið sérstaklega góðar undanfarna daga sökum úrkomuleysis og hlýinda.

 

Það verður fróðlegt að sjá hvernig veiðitölurnar verða í næstu viku en við tökum saman tölur næsta miðvikudag 2. ágúst.

 

Landssamband veiðifélaga hefur um áratug fylgst með veiði í 25 ám. Veiðitölum er safnað hvert miðvikudagskvöld og eru þær birtar á heimasíðu Lv, angling.is og jafnframt á síðu 322 á textavarpinu. Velkomið er að senda veiðitölur í tölvupóst bjorn@angling.is eða senda sms í síma 852-3398. Gott er að láta stangarfjölda fylgja með.