Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
18. júlí 2017

Enn veiðist regnbogasilungur á Vestfjörðum

Regnbogasilungur veiddist í Selá í Ísafjarðadjúpi 7. júlí 2017. Fiskurinn var sendur til greiningar hjá sérfræðingum Hafrannsóknarstofnunar, Haf og vatn, og þar var staðfest að um væri að ræða regnbogasilung. Regnbogasilungurinn var í góðum holdum, eins og myndin sýnir, og hefur væntanlega lifað af veturinn í vellystingum. Enn er regnbogasilungur, sem slapp úr eldi, að koma fram í veiði. Þess má geta að Landssamband veiðifélaga fékk fyrst upplýsingar um að verulegt magn af regnbogasilungi væri á sveimi í sjó á Vestfjörðum 13. júní árið 2016. Ábendingu um það var komið á framfæri við eftirlitsaðila. Ekkert fyrirtæki kannaðist þá við að hafa misst fisk. Síðan þá hefur regnbogi veiðst í fjölda vatnsfalla á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðvesturlandi. LV hefur margoft haft samband við eftirlitsstofnanir, óskað eftir opinberri rannsókn og kært málið til lögreglu. Átta mánuðum seinna er viðurkennt að það sé gat á kví.

Regnbogasilungur sem veiddist í Selá, Ísafjarðadjúpi.

Regnbogasilungur úr sjókvíaeldi gekk upp í veiðiár í öllum landsfjórðungum sumarið 2016. Eftirlitsmaður Fiskistofu staðfesti í september 2016 að regnbogasilung var að finna um alla Vestfirði.

 

Regnbogasilungur er alinn á fjórum stöðum á Vestfjörðum; hjá tveimur aðilum í Önundarfirði, í Dýrafirði, Tálknafirði og í Ísafjarðardjúpi. 

 

Hér fyrir neðan eru eldri fréttir af málum er tengjast regnbogasilung.

 

Grunur um að eldisfiskur hafi sloppið

 

Regnbogi veiðist nú í ám um alla Vestfirði

 

Órekjanlegt hvaðan regnbogi úr eldi kemur

 

Átta mánuði að viðurkenna götótta kví

 

Telja að umtalsvert magn regnbogasilungs hafi sloppið úr fiskeldi í Dýrafirði

 

 

Landssamband veiðifélaga kærði sleppingar á regnbogasilungi úr fiskeldi á Vestfjörðum til lögreglunnar á Vestfjörðum. Kæran var lögð fram í janúar 2017. Hér er hægt að lesa þá frétt.
 

Veiðimenn eru hvattir til að tilkynna og senda eldisfisk sem veiðist til greiningar. Slíkt er mikilvægt framlag til vöktunar á vatnakerfum landsins og veitir afar mikilvægar upplýsingar. Hér er að finna upplýsingar um hvað er hægt að gera ef grunur leikur á að veiðst hafi eldislax eða regnbogasilungur.