Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
14. júlí 2017

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 12. júlí síðastliðinn. Eftir veiði síðustu viku fór Þverá og Kjarará yfir 1000 laxa markið og einum betur. Veiðin síðastliðna viku var 345 laxar. Ef veiðin í Þverá og Kjarará er borin saman við sama tíma í fyrra (13.07.16) þá er staða veiðinar nánast sú sama eða 1003 laxar. Hafa ber í huga að veiðitímabilið í fyrra einkenndist af naumt skammtaðri vætutíð og hlýindum sem hvoru tveggja dregur öllu jöfnu úr veiði sem það og gerði. Slíku er ekki enn fyrir að fara og vatnsbúskapur ágætur.

Hér fyrir neðan er listi yfir þær ár sem á eftir koma en þar er veiðitalan og vikuveiði. Til gamans er einnig tilgreind staða veiði á nánast sama tíma í fyrra (13 júlí 2016).

 

2. Norðurá 794 laxar - vikuveiði 219 laxar. (veiðin 2016 - 801 laxar) -7 laxar.                  

 

3. Miðfjarðará 749 laxar - vikuveiði  298 laxar (veiðin 2016 - 1077 laxar) -328 laxar.   

      

4. Ytri-Rangá 570 laxar - vikuveiði 205 laxar. (veiðin 2016 - 1720 laxar) -1150 laxar.    

     

5. Langá  532 laxar - vikuveiði 201 laxar. (veiðin 2016 - 471 laxar)  +61 laxar.        

 

6. Urriðafoss í Þjórsá 531 laxar - vikuveiði 96 laxar.  

 

7. Blanda 514 - vikuveiði 143. (veiðin 2016 - 1300 laxar)  -786 laxar. 

 

8. Haffjarðará  laxar 420 - vikuveiði 108 laxar. (veiðin 2016 - 565 laxar)  -145 laxar.       

      

9. Grímsá og Tunguá 361 laxar - vikuveiði 128 laxar. (veiðin 2016 - 175 laxar)  +186 laxar.        

 

10. Elliðaárnar 345 laxar - vikuveiði 107 laxar. (veiðin 2016 - 309 laxar)  +36 laxar.                     

 

11. Laxá í Kjós 251 laxar - vikuveiði 61 laxar.  (veiðin 2016 - 162 laxar)  +89 laxar.                     

 

12. Laxá á Ásum 242 laxar - vikuveiði 107 laxar. (veiðin 2016 - 163 laxar)  +67 laxar.       

 

13. Víðidalsá 230 laxar - vikuveiði 82 laxar.  (veiðin 2016 - 331 laxar)  -101 laxar.     

 

14. Stóra-Laxá 195 laxar - vikuveiði 46 laxar.  (veiðin 2016 - 96 laxar)  +99 laxar.     

 

15. Flókadalsá 192 laxar - vikuveiði 51 laxar. (veiðin 2016 - 182 laxar)  +10 laxar. 

 

16. Laxá í Aðaldal 171 laxar - vikuveiði 71 laxar. (veiðin 2016 - 378 laxar)  -207 laxar.     

 

Þegar staða veiðitímabils þessa árs er borin saman við veiðitímabilið í fyrra kemur í ljós verulegur munur á því hvernig veiðin gengur fyrir sig þetta árið. Alls eru 7 ár með betri veiði en á nánast sama tíma í fyrra, 2 ár eru nánast með sömu veiði en 6 ár eru með lakari veiði. (Úrriðafoss í Þjórsá nýtt veiðisvæði og ekki til tölur frá fyrra veiðitímabili).

 

Smálaxinn virðist ekki vera að skila sér í þeim mæli og menn hafa verið að vona en það verður fróðlegt að sjá hvað skilar sér í næsta straum.