Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
6. júlí 2017

Nýjar veiðitölur

Veiði hefur nú hafist í öllum 25 gagnagrunnsám okkar en þær sem bættust við eru Hrútafjarðará með 12 laxa, Breiðdalsá með 12 laxa, Svartá í Húnavatnssýslu með 5 laxa, Hofsá í Vopnafirði með 35 laxa og Jökla (Jökulsá á Dal) með 12 laxa. Þess má geta að stutt er síðan þessar ofangreindu ár opnuðu og veiðin hefur átt sér stað á færri dögum fyrir vikið.

 

Þverá og Kjarará er sem fyrr efst á listanum okkar en veiðin er komin í alls 656 laxa en á einni viku veiddust 248 laxar. Þetta er svipuð veiði og á nánast sama tíma í fyrra (6 júlí), en þá höfðu veiðst 721 laxar.

Laxveiðimenn leggja af stað í veiðiferð af Norðtunguhlaði við Þverá sumarið 1920,

Þær ár sem á eftir koma eru:

 

2. Norðurá 571 laxar - vikuveiði 184 laxar.                     

 

3. Miðfjarðará 451 laxar - vikuveiði  180 laxar                

 

4. Blanda 371 laxar - vikuveiðin 143 laxar.                     

 

5. Ytri-Rangá 365 laxar - vikuveiði 215 laxar.                  

 

6. Urriðafoss í Þjórsá 365 laxar (nýja tölu vantar)   

 

7. Langá  331 laxar - vikuveiði 170 laxar.                     

 

8. Haffjarðará 312 laxar - vikuveiði 152 laxar.              

 

9. Elliðaárnar 238 laxar - vikuveiði 110 laxar.                 

 

10. Grímsá og Tunguá 233 laxar - vikuveiði 112 laxar.   

 

11. Laxá í Kjós 190 laxar - vikuveiði 114 laxar.             

 

12. Víðidalsá 148 laxar - vikuveiði 56 laxar.                 

 

13. Flókadalsá 141 laxar - vikuveiði 83 laxar.

 

14. Laxá á Ásum 135 laxar - vikuveiði 79 laxar.

 

15. Vatnsdalsá 108 laxar - vikuveiði 48 laxar.

 

16. Laxá í Aðaldal 100 laxar - vikuveiði 39 laxar.

 

Hvað skilyrði til veiða varðar þá er nú um stundir víðast hvar grunnvatnsstaða há og vatnsbúskapur góður en á sama tíma í fyrra var úrkomuleysi farið að hafa áhrif á vatnsbúskapinn og vatnsmagn byrjað að minnka í sumum ám. Eins og veiðimenn muna eflaust vel þá kom síðan í kjölfarið einmunablíða með langvarandi þurrk og hlýindum. Slíkt veðurfar hentar með ágætum fyrir til dæmis golfiðkendur en fremur illa fyrir veiðimenn þar sem þessháttar skilyrði hafa hamlandi áhrif á veiði.

 

Þess má geta að á sama tíma í fyrra voru sumir veiðimenn farnir að hafa áhyggjur af því hvort smálaxinn myndi ekki fara að skila sér upp í árnar og það kom á daginn að heimtur af smálax voru dræmar síðasta veiðitímabil. En nú horfir svo við, samkvæmt viðmælendum okkar, að það er töluvert af smálaxi búinn að vera að ganga upp í árnar undanfarið og er hann vel á sig kominn. Jafnframt skilaði stórlax sér snemma og í þónokkrum mæli í vatnakerfin. Ef við bætast góðar heimtur í næstu straumum og skilyrði haldast góð mun vikuveiðin án efa aukast til muna og tölur hækka.

 

Það verður fróðlegt að sjá hvernig veiðitölurnar verða í næstu viku en við tökum saman tölur næsta miðvikudag 12 júlí

 

 

Landssamband veiðifélaga hefur um áratug fylgst með veiði í 25 ám. Veiðitölum er safnað hvert miðvikudagskvöld og eru þær birtar á heimasíðu Lv, angling.is og jafnframt á síðu 322 á textavarpinu. Velkomið er að senda veiðitölur í tölvupóst bjorn@angling.is eða senda sms í síma 852-3398. Gott er að láta stangarfjölda fylgja með.