Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
3. júlí 2017

Orri Vigfússon er látinn.

Orri Vigfússon lést hinn 1. júlí.  Með honum er genginn ötull baráttumaður sem helgaði líf sitt verndun og viðgangi villtra laxastofna.  Á þeim vettvangi  voru landamæri ríkja  honum engin hindrun.  Hann barðist fyrir verndun Atlantshafslaxins á alþjóðavettvangi og beitti sér sérstaklega fyrir því að stöðva netaveiðar á laxi í sjó.  Það gerði hann með samningum og náði frábærum árangri á því sviði enda áræðinn og hugmyndaríkur þegar á þurfti að halda. Orri beitti sér gegn stórfelldum áformum um sjókvíaeldi hérlendis hin síðari ár og hann var óþreytandi í þeirri baráttu allt til síðasta dags. Orri var ástríðufullur veiðimaður og sú hugmyndafræði að veiða og vernda honum hugstæð. Hann var einarður talsmaður þess að ganga ekki nærri hrygningarstofnum laxveiðiánna og hafði forystu um að hvetja veiðimenn til að gæta hófsemi og sleppa veiddum laxi. Orri var áhrifamaður í stangveiðiheiminum beggja vegna Atlantshafsins og hlaut fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Orri hlaut gullmerki LV sem er æðsta viðurkenningu Landsambands veiðifélaga 2014 fyrir ómetanleg störf sín að veiðimálum. Landssamband veiðifélaga minnist Orra Vigfússonar með virðingu og þakklæti og vottar eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu hans innilega samúð sína.