Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
2. júlí 2017

Segja laxeldi stórhættulegt fyrir villtan lax

Fjögur veiðifélög á Austfjörðum undirbúa nú málsókn til að fá starfsleyfi til laxeldis í Reyðarfirði afturkallað. Annar lögmannanna sem rekur málið segir öllum villtum laxastofnum við landið stafa stórhætta af þessari starfsemi.
 

Veiðifélag Breiðdæla samþykkti í gærkvöld ályktun þar sem áhyggjum var lýst af laxveiði vegna fyrirhugaðs níutíu þúsund tonna laxeldis í opnum sjókvíum á Reyðarfirði á vegum Laxa fiskeldis ehf. Ef af þessu yrði heyri laxveiði í íslenskum ám líklega sögunni til innan fárra ára. Byrjað var að sleppa seiðum í kvíarnar um síðustu helgi. 

Eldislax ©Sumarliði Óskarsson

 

Veiðifélagið stendur, ásamt þremur öðrum veiðifélögum, að málsóknarfélagi sem hyggst höfða mál til að fá rekstrarleyfi vegna eldisins dæmt ógilt. Hin þrjú eru Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Veiðifélag Selár og Veiðifélag Vesturdalsár.

 

Jón Steinar Gunnlaugsson, annar tveggja lögmanna sem fer með málið, segir málsóknina byggða meðal annars á því að ranglega hafi verið staðið að útgáfu rekstrarleyfisins, heimildir skorti til að veita fyrirtækinu yfirráð yfir hafsvæði og nábýlisréttur sé brotinn á veiðifélögunum. „Og það sé brotið gegn lögum efnislega um náttúruvernd og fleiri lagaákvæðum, og með því er verið að vísa til þess að villtum laxastofnum við landið stafi stórhætta af þessari starfsemi.“

 

Jón Steinar bendir á að samkvæmt lögum þurfi að tilgreina í leyfinu hvaða fiskstofna heimilt sé að nota í eldinu, en í þessu tilviki sé verið að nota seiði af erlendum uppruna. „Í þessu leyfi sem hér um ræðir er ekki tilgreining á því hvaða laxastofna sé heimilt að setja í þessar sjókvíar. Við byggjum á því að það sé eitt af fjölmörgum atriðum sem valdi ógildingu leyfisins.“

 

Jón Steinar bendir á ákvæði í náttúruverndarlögum sem styðji frekar kröfu veiðifélaganna. „Ef það er áhætta sem felst í slíkri starfsemi fyrir náttúruna og þau gæði svið þar erum að vernda á að meta hana náttúrunni í hag og ekki veita slík leyfi.“ 

 

Þessa frétt er finna á vefnum Ruv.is