Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
29. júní 2017

Ætla að berjast gegn auknu fiskeldi

Íslenski náttúruverndarsjóðurinn,The Icelandic Wildlife Fund (IWF), hefur verið stofnaður en honum er ætlað að leggja áherslu á náttúruvernd og umhverfismál. Sjóðurinn hyggst standa vörð um villta laxastofninn, sjóbleikju, sjóbirting og aðra ferskvatnsfiska í ám og vötnum landsins.
 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá stofnendum; Ingólfi Ásgeirssyni flugstjóra og Lilju R. Einarsdóttur framkvæmdastjóra.  

Í tilkynningu kemur jafnframt fram að sjóðurinn sé grasrótarstofnun og ekki rekinn í ágóðaskyni heldur með frjálsum framlögum.
 

Aðstandendur segja nauðsynlegt að spyrna við fótum við hugmyndum um stórfellt fiskeldi og stóraukið sjókvíaeldi við strendur landsins.

 

Stjórn sjóðsins hefur verið skipuð og starfar hún í tvö ár í senn. Í henni sitja: Freyr Frostason arkitekt, sem er formaður, Örn Valdimar Kjartansson framkvæmdastjóri, Ragna Sif Þórsdóttir hönnuður. Varamenn eru Arndís Kristjánsdóttir lögfræðingur og Vilhelm Anton Jónsson tónlistarmaður. Framkvæmdastjóri er Lilja R. Einarsdóttir og endurskoðandi er PwC. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum Ruv.is