Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
28. júní 2017

Nýjar veiðitölur

Nú hefur veiði hafist í flestum þeim 25 laxveiðiám sem Landssamband veiðifélaga hefur fylgst með undanfarin rúmann áratug. Fjórar ár sem við fáum tölur frá opnuðu síðastliðna viku. Selá í Vopnafirði opnaði 24 júní og er veiðin komin í 35 laxa sem er betri veiði en á sama tíma í fyrra en þá höfðu veiðst 32 laxar 29 júní. 

Grímsá í Borgarfirði sem opnaði 22 júní og veiddust 76 laxar á opnunardaginn og í lok miðvikudags var veiðin komin í alls 121 laxa, samanborið við 52 laxa 29 júní í fyrra, sem er afar góð byrjun og lofar góðu. Stóra Laxá opnaði 27 júní og þar fer veiðin einnig vel af stað en þar hafa veiðst 32 laxar. Laxá í Dölum opnaði í dag miðvikudag og alls höfðu veiðst 11 laxar.

Þetta veiðitímabil byrjar víðast hvar ágætlega, góður vatnsbúskapur er í flestum ám og aðstæður góðar til veiða, en best að bíða aðeins með að spá mikið fyrir um framhaldið enda veiðitímabilið nýlega byrjað og veiði ekki hafin í öllum ám. Engu að síður má rýna aðeins í stöðuna og reyna að lesa lítilega í hana. Svo virðist sem töluvert af smálaxi sé að skila sér, hann er vel haldinn og ber hann með sér að aðstæður á dvalarslóðum hafi verið góðar og gott fæðuframboð. Það gefur ágætis fyrirheit enda meiri líkur á betri heimtum úr hafi þegar aðstæður á dvalarslóð hafa verið hagstæðar og lax vel á sig kominn. Þess má geta að Hafrannsóknarstofnun hefur verið að rýna í hreistur smálaxa sem hafa veiðst á þessu veiðitímabili, og í gegnum áratugina, en þar má finna áhugaverðar upplýsingar og þ.m.t. vöxt laxa í sjó en athyglisverða frétt um það má finna hér. 

 

Það opna margar ár á næstu dögum og má þar nefna nokkrar sem opna 1 júlí en þær eru; Hrútafjarðará, Svartá í Húnaþingi, Breiðdalsá og Jökla. Hofsá í Vopnafirði opnar 30 júní.

 

Ef við kíkjum aðeins á listann okkar og skoðum vikuveiði á efstu 16 ánum þá lítur þetta svona út þessa vikuna. En hafa ber í huga að ekki fengust tímalega tölur úr öllum ám og vantar upplýsingar í nokkrum tilvikum.

 

Þverá og Kjarará er efst á listanum okkar en veiðin er komin í alls 408 laxa en á einni viku veiddust  152 laxar.

 

Þær ár sem á eftir koma eru:

 

2. Norðurá 391 laxar - vikuveiði 158 laxar.

 

3. Urriðafoss í Þjórsá 365 laxar - vikuveiði 60 laxar.

 

4. Miðfjarðará 271 laxar - vikuveiði  101 laxar

 

5. Blanda 228 laxar - vikuveiðin 102 laxar.

 

6. Langá  161 laxar - vikuveiði 123 laxar.

 

7. Haffjarðará 160 laxar - vikuveiði 84 laxar.

 

8. Ytri-Rangá 150 laxar - vikuveiði 105 laxar.

 

9. Elliðaárnar 128 laxar - vikuveiði 94 laxar.

 

10. Grímsá og Tunguá - 121 laxar.

 

11. Víðidalsá 92 laxar - vikuveiði 55 laxar.

 

12. Laxá í Kjós 76 laxar - vikuveiði 45 laxar.

 

13. Laxá í Aðaldal 61 laxar - vikuveiði 41 laxar.

 

14. Vatnsdalsá 60 laxar - vikuveiði 44 laxar.

 

15. Flókadalsá 58 laxar - vikuveiði 32 laxar.

 

16. Laxá á Ásum 56 laxar - vikuveiði 31 laxar.

 

 

Landssamband veiðifélaga hefur um áratug fylgst með veiði í 25 ám. Veiðitölum er safnað hvert miðvikudagskvöld og eru þær birtar á heimasíðu Lv, angling.is og jafnframt á síðu 322 á textavarpinu. Velkomið er að senda veiðitölur í tölvupóst bjorn@angling.is eða senda sms í síma 852-3398. Gott er að láta stangarfjölda fylgja með.

 

Frétt uppfærð 30.06.