Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
21. júní 2017

Umhverfisstofnun tekur ábendingar úrskurðar um sjókvíaeldi til greina

Umhverfisstofnun telur að skýra verði nánar hlutverk einstakra stofnanna varðandi fiskeldi en hefur tekið til sín gagnrýni af hálfu úrskurðar umhverfis- og auðlindamála sem felldi úr gildi starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi á 6.800 tonna ársframleiðslu af regnbogasilungi og 200 tonna ársframleiðslu af þorski, í innanverðu Ísafjarðardjúpi. Þetta kemur fram í tilkynningu Umhverfisstofnunnar.

Meðal þess sem úrskurðurinn gagnrýndi voru formgallar á málsmeðferð Umhverfisstofnunnar hvað varðar afstöðu hennar til mats á umhverfisáhrifum. Segir í tilkynningu að Umhverfisstofnun hafi tekið þá gagnrýni til greina og hafi bætt úr þessu ásamt því að taka tillit til annarra ábendinga. Telji þau að önnur starfsleyfi ættu ekki að vera í uppnámi með tilkomu breytinganna. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum visir.is