Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
13. júní 2017

Frá Aðalfundi LV 2017

Aðalfundur Landssamband veiðifélaga var haldinn í Menntaskólanum á Laugarvatni dagana 9. - 10.  júní.

Fundinn sátu fulltrúar frá 31 veiðifélagi auk gesta, sem ávörpuðu fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa þá hélt Óðinn Sigþórsson erindi um; „Starfshópur um stefnumótun í laxeldi“ og Magnús Jóhannsson um;  „Af laxfiskum á vatnasvæði Ölfusár – Hvítár.“

Nokkrar ályktanir voru samþykktar á fundinum og verða þær birtar síðar á angling.is

Nýkjörin stjórn LV 10. júní 2017.

Frá vinstri; Jón Egilsson, Stefán Már Gunnlaugsson, Jón Helgi Björnsson, Jón Benediktsson og Þráinn B. Jónsson.

 

Á fundinum fór fram kjör fulltrúa frá Vestur- og Austurlandi í stjórn LV. Jón Egilsson, Sauðhúsum var endurkjörinn sem fulltrúi Vesturlands og Stefán Már Gunnlaugsson, Hofi, var kjörinn fulltrúi Austurlands í stað Guðmundar Wiium Stefánssonar sem ekki gaf kost á endurkjöri.

 

Stjórn LV er því þannig skipuð:

Jón Helgi Björnsson, Laxamýri, formaður.

Jón Egilsson, Sauðhúsum, varaformaður.

Jón Benediktsson, Auðnum, ritari.

Stefán Már Gunnlaugsson, Hofi, gjaldkeri.

Þráinn Bj. Jónsson, Miklaholti, meðstjórnandi.

 

 

Hér fyrir neðan eru nokkrar svipmyndir frá aðalfundinum á Laugarvatni.