Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
29. maí 2017

Erfðablöndun eldislaxa fækkar stórlöxum

Fræðigrein um erfðafræðileg áhrif eldislax á stofngerð villts lax í norskum ám birtist nýverið í tímaritinu Nature Vistfræði & Evolution. Heiti greinarinnar er „Gene flow from domesticated escapes alters the life history of wild Atlantic salmon”. Rannsóknin sýnir fram á að villtur lax sem orðið hefur fyrir mikilli erfðafræðilegri blöndun frá eldislax breytist verulega. Erfðafræðilegu breytingarnar koma m.a. fram hjá villtum laxahrygnum á þann veg að þær verða kynþroska fyrr og eru smærri en villtar laxahrygnur sem hafa orðið fyrir lítilli eða engri erfðablöndun. 

Þetta leiðir óhjákvæmlega til fækkunar á stórlax í ánum sem hlýtur að teljast mikið áhyggjuefni í ljósi þess að á hverju ári sleppa hundruð þúsunda eldislaxa úr eldiskvíum við Noreg og þúsundir eldislaxa ganga upp í norskar ár og geta þar hrygnt með villtum laxi með m.a. fyrrgreindum afleiðingum.

 

Norska náttúrufræðastofnunin (NINA) fór fyrir þeim hóp er framkvæmdi rannsóknina og rannsóknin byggði á sýnum úr rúmlega 4000 löxum úr 62 norskum ám.

 

Hér er hægt að lesa viðkomandi rannsókn í pdf-skjali