Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
28. maí 2017

Byrja á skolun og hreinsun Andakílsár

Fulltrúar Orku náttúrunnar og Hafrannsóknarstofnunar funduðu á föstudaginn um umhverfisslysið sem varð í síðustu viku þegar allt að sex þúsund rúmmetrar af aur og eðju runnu úr lóni Andakílsvirkjunar í Borgarfirði og út í Andakílsá. Talið er að það geti haft veruleg áhrif á laxinn í ánni.
Fluguveiði í Andakílsá
 

Hafrannsóknarstofnun lagði til að fundinum að byrjað yrði á að gera tilraun til þess að skola eða hreinsa úr árfarveginum. Í framhaldi verður ákveðið til hvaða aðgerða verður gripið. Orkustofnun hefur krafist úrbótaáætlunar frá Orku náttúrunnar en stofnunin telur á lög hafi verið brotin þegar ekki var tilkynnt eða sótt um leyfi til þess að hleypa úr lóninu. 

 

Þessa frétt er að finna á vefnum ruv.is