Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
15. maí 2017

Laxalús ógnar enn fiskeldinu

Stærstu áskoranirnar í norsku fiskeldi varðandi umhverfismál eru enn laxalús og það að fiskur skuli sleppa úr kvíunum. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu hafrannsóknastofnunarinnar í Noregi um áhættuna í fiskeldi.

Sérfræðingarnir slá því jafnframt föstu að skýrt samhengi sé á milli fiskeldis og lúsasmits í laxi.
 

Vegna ónæmrar laxalúsar þarf nú að beita nýjum aðferðum til að losna við hana svo að hún sé undir þeim mörkum sem yfirvöld setja, að því er greint er frá á fréttavef Dagens Næringsliv. 

 

Þessa frétt er að finna í Fréttablaðinu og á vefnum visir.is