Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
16. mars 2017

Kæra frávísun lögreglu til ríkissaksóknara

Landssamband veiðifélaga hefur kært frávísun Lögreglunnar á Vestfjörðum á kæru landssambandsins vegna sleppingar regnbogasilungs á Vestfjörðum til ríkissaksóknara.

 

Matvælastofnun rannsakar málið

Landssambandið kærði sleppingarnar til Lögreglunnar á Vestfjörðum og óskaði eftir opinberri rannsókn á því hvort lög um fiskeldi hefðu verið brotin í ljósi fjölda regnbogasilungs í ám á Vestfjörðum og hvort um saknæman atburð væra að ræða eða slælegt eftirlit. Lögreglan á Vestfjörðum vísaði málinu frá í síðasta mánuði á þeim forsendum að Matvælastofnun hafi málið til rannsóknar.

 

Telja MAST ekki uppfylla eftirlitshlutverk sitt

Landssambandið telur hins vegar að Matvælastofnun hafi ekki sérstakar valdheimilidir til að rannsaka málið sem opinbert mál. Þá teljist það ekki skilyrði fyrir opinberri rannsókn að kæra hafi komið frá Matvælastofnun. Í kærunni til ríkissaksóknara segir að landssambandið telji málið til marks um að Matvælastofnun hafi ekki uppfyllt lögbundið eftirlitshlutverk sitt.

 

Ekki komin skýring á sleppingum

Í febrúar tilkynnti fiskeldisfyrirtækið Arctic Sea Farm í að gat hefði fundist á fiskeldiskví fyrirtækisins í Dýrafirði sem að fyrirtækið taldi geta verið skýringu á þeim fjölda regnbogasilungs sem veiðst hefur í ám á Vestfjörðum. Matvælastofnun útilokaði hins vegar að svo gæti verið.

 

Þessa frétt er að finna á vefnum Ruv.is