Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
15. febrúar 2017

Starfsleyfistillaga fyrir auknu eldi í sjó

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Fjarðalax ehf. til framleiðslu á allt að 10.700 tonnum á ári af laxi í Patreskfirði og Tálknafirði.
 

Starfsleyfið er til  viðbótar við leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu fyrirtækisins á laxi í sjókvíum í sömu fjörðum. Þótt starfsleyfið sé auglýst fyrir Fjarðalax þá verður framleiðslan undir hatti Arnarlax en fyrirtækin voru sameinuð á síðasta ári. Arnarlax er einnig með laxeldi í sjókvíum í Arnarfirði. 

Á heimasíðu Umhverfisstofnunar má nálgast gögn tengdum fyrirhuguðu eldi. Athugasemdir skal senda til Umhverfisstofnunar og rennur fresturinn út 11. apríl. 
 
Þessa frétt er að finna á vefnum ruv.is