Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
7. febrúar 2017

Erlendir eldiseigendur vilja 8.000 tonn af frjóum norskum laxi í Ísafjörð – Grænir heima en ekki hér

Fréttatilkynning 

 

Annað viðhorf til Íslands en Noregs:

 

Erlendir eldiseigendur vilja 8.000 tonn af frjóum norskum laxi í Ísafjörð – Grænir heima en ekki hér

 

 

Laxeldisfyrirtækið Arctic Sea Farm, sem áður hét Dýrfiskur en er nú í 50% eigu Norway Royal Salmon, 47,5% í eigu aðila sem skráðir eru á Kýpur og 2,5% í eigu Novo ehf, hefur sent Skipulagsstofnun matsáætlun vegna 8.000 tonna laxeldis í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Fyrirtækið hefur nú þegar leyfi til eldis á norskum laxi í Dýrafirði og hyggur nú á stóraukið eldi því til viðbótar.  Í matsáætluninni kemur fram að fyrirtækið vill leyfi til að nota norskan laxastofn til ræktunar á Íslandi en slíkt  er til að mynda bannað í Noregi, þar sem lög kveða á um að óheimilt sé að flytja inn/nota erlenda laxastofna vegna mikillar hættu á erfðamengun.

Norway Royal Salmon hefur nú yfir að ráða 10 grænum eldisleyfum í Noregi, en slík leyfi eru háð þeim skilyrðum að eingöngu má nota geldfisk (steril/triploid) til eldis. Alvarlegt ástand laxastofna í norskum ám vegna erfðamengunar frá norsku laxeldi hefur leitt til þess að fyrirtæki fá ekki viðbótarleyfi til að ala frjóa laxa í norskum fjörðum. Norway Royal Salmon ætlar hins vegar að hagnast á eldi frjórra laxa í sjókvíum hér við land með þekktum afleiðingum fyrir hinn villta íslenska laxastofn. Fyrirtækið er því tilbúið til að stunda grænt eldi heima við en ekki í íslenskri náttúru með tilheyrandi hættu.  Notkun geldstofna ryður sér nú til rúms í Noregi og ætti að vera skilyrði norskra laxa í sjókvíum við Ísland.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Jón Helgi Björnsson, formaður Landssambands veiðifélaga í síma 893 3778

 

Hér er hægt að sækja fréttatilkynningu sem word-skjal eða pdf-skjal