Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
30. janúar 2017

Fiskræktarsjóður - styrkir 2017

Fiskræktarsjóður starfar á grundvelli laga nr. 72/2008. Meginhlutverk sjóðsins er að veita lán og styrki til verkefna sem þjóna þeim markmiðum að efla fiskrækt, bæta veiðiaðstöðu, styðja við rannsóknir í ám og vötnum og auka verðmæti veiði úr þeim. Umsóknarfrestur um lán og styrki úr Fiskræktarsjóði, sem koma til greiðslu árið 2017, er til og með 28. febrúar 2017.

 

Þeir sem fengið hafa styrk úr sjóðnum og sækja aftur um vegna sama verkefnis, skulu skila inn framvinduskýrslu með nýrri umsókn.

 

Umsóknareyðublöð vegna styrkveitinga úr Fiskræktarsjóði má nálgast á http://www.fiskistofa.is undir lax- og silungsveiði. Þar má einnig nálgast verklagsreglur sjóðsins. Einnig er hægt að hafa samband við Höllu Björk Garðarsdóttur, starfsmann Fiskistofu, í síma 569 7900.

 

Umsóknum um styrki eða lán úr sjóðnum skal skila til formanns Fiskræktarsjóðs á eftirfarandi heimilisfang:

 

Fiskræktarsjóður

Bt. formanns stjórnar

Borgum v/Norðurslóð

600 Akureyri

 

Hér er vefsvæði Fiskræktarsjóðs