Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
26. janúar 2017

Kæra sleppingar á regnbogasilungi til lögreglu

Landssamband veiðifélaga hefur kært sleppingar á regnbogasilungi úr fiskeldi á Vestfjörðum til lögreglunnar á Vestfjörðum. Ekki er ljóst hvaðan regnbogasilungurinn kemur en Landssambandið telur það hafið yfir allan vafa að regnbogasilungurinn hafi sloppið úr sjókvíaeldi. Þá telur sambandið að miðað við dreifingu fisksins þá hafi það gerst á Vestfjörðum.

 

Fiskistofa staðfesti regnbogasilung í Vestfirskum ám

Tveggja daga eftirlitsferð Fiskistofu í byrjun september staðfesti að regnbogasilung er að finna í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Regnbogasilungur hefur einnig veiðst víðar, til dæmis í Haffjarðará á Snæfellsnesi.

 

Regnbogasilungur á ekki uppruna sinn í vistkerfi Íslands og getur ekki fjölgað sér hér við land. Því er fiskurinn rakinn til fiskeldis. Fiskeldisfyrirtækjum er skylt samkvæmt lögum að tilkynna um sleppingar til Fiskistofu en engar tilkynningar um sleppingar, sem gætu skýrt fjölda regnbogasilungs á Vestfjörðum, hafa borist.

 

Vilja opinbera rannsókn

Landssambandið óskar eftir opinberri rannsókn á því hvort framin hafi verið refsibort á lögum um sleppingar á regnbogasilungi: „Enda brýnt að upplýsa hvort um saknæman atburð sé að ræða eða alvarlega birtingarmynd á slælegu eftirlit,“ segir í tilkynningu frá sambandinu. Þá lýsir Landssambandið þungum áhyggjum af skeytingarleysi stjórnvalda.

 

Matvælastofnun kannar málið

Matvælastofnun hefur hafið opinbera rannsókn á málinu og samkvæmt upplýsingum frá MAST er ekki ljóst hvenær búast megi við niðurstöðum athugunarinnar. Matvælastofnun er meðal þeirra sem fara með eftirliti á starfsemi fiskeldisfyrirtækjanna.

 

Vísað í lög um fiskeldi

Í kæru Landssambandsins er vísað í lög um fiskeldi þar sem segir að eingöngu sé heimilt að nýta kynbættan eldisfisk til fiskeldis og óheimilt að sleppa honum í fiskrækt eða hafbeit. Flutningar og sleppingar á lifandi fiski og frjóvgaðra hrogna milli ótengdra vatnssvæða séu óheimilar. Þá þurfi rekstrarleyfishafar, sem missi fisk úr fiskeldisstöð, án tafar að tilkynna slíkan atburð til Fiskistofu og grípa til allra varúðaraðgerða til að varna því að atburðurinn valdi vistfræðilegu tjóni. Í kærunni er vísað til refsiábyrgðar stjórnarmanna og framkvæmdarstjóra þeirra sem eru með rekstarleyfi í fiskeldi ef eldisfiskur sleppur úr fiskeldisstöð þar sem umbúnaði við fiskeldið hefur verið áfátt, hvort sem það er vegna athafna eða athafnaleysis þeirra, eða af ásetningi eða gáleysi.

 

Víða ræktaður regnbogasilungur

Í yfirlýsingu sem kom frá Landssambandi fiskeldisstöðva eftir að regnbogasilungurinn veiddist síðasta haust sagði að fiskeldisstöðvarnir leggi kapp á að komast að því hvaðan regnbogasilungurinn kemur. Hann sé alinn á fjórum stöðum á Vestfjörðum; hjá tveimur aðilum í Önundarfirði, í Dýrafirði, Tálknafirði og í Ísafjarðardjúpi.

 

Þessa frétt er að finna á vef Ruv.is

 

Hér er kæran í heild sinni - Pdf.skjal