Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
19. desember 2016

Ratcliffe kaupir Grímsstaði á Fjöllum

Breski milljarðamæringurinn Jim Ratcliffe hefur keypt meirihlutann í Grímsstöðum á fjöllum. Fram kemur í tilkynningu frá honum að hann kaupi jörðina til að vernda laxveiðiár á Norðausturlandi.
 

Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Ratcliffe keypt þrjár jarðir í Vopnafirði en þar eru gjöfular laxveiðiár. Fram kemur í tilkynningunni frá Ratcliffe að á Grímsstöðum sé vatnasvið mikilvægra laxveiðáa á Norðausturlandi og að kaupin á landinu sé þáttur í því að venda villta laxastofna við Atlantshaf. Íslenska ríkið á enn hluti í jörðinni og einnig nokkrir aðrir landeigendur.

Skemmst er að minnast þess þegar kínverski fjárfestirinn Huang Nubo áformaði að kaupa Grímsstaði fyrir rúman milljarð en ekkert varð úr því. Grímsstaðir voru auglýstir til sölu í október og var ásett verð 780 milljónir. Skýrt er tekið fram í tilkynningunni frá Ratcliffe að vendun umhverfis sé eini tilgangurinn með landakaupum hans á Norðausturlandi og að hann vilja vinna með bændum að því að vernda árnar og tryggja áframhaldandi landbúnað á sama tíma.
 

Samkvæmt heimildum fréttastofu var afsali þinglýst á föstudag. Elvar Daði Guðjónsson, sem rekur ferðaþjónustu í Grímstungu á Grímsstöðum á Fjöllum, segir í samtali við fréttastofu að talsmaður Ratcliffe hafi hringt í hann síðdegis og tilkynnt um kaupin og að allt yrði óbreytt hvað ferðaþjónustuna snerti.


Þessa frétt er að finna á vefnum ruv.is