Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
24. október 2016

Framandi tegundir í áhættumat

Landssamband veiðifélaga sendi Umhverfisstofnun bréf 24 október. Fram kemur í bréfinu m.a. Náttúruvernd, leyfisveitingar áhættumat, framandi tegundir og fl. Bréfið er hægt að sækja beint sem word-skjal eða pdf-skjal, sjá nánar upplýsingar hér fyrir neðan.

 

Landssamband veiðifélaga

Bændahöllinni v/Hagatorg

107 Reykjavík

Umhverfisráðherra,                                                                                                                                          Sigrún Magnúsdóttir,                                                                                                                                     Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu                                                                                                                    Skuggasundi 1 

101 Reykjavík

                                                                                                                         24. október. 2016

 

 

Efni:  Setning reglugerðar á grundvelli laga nr. 60/2013, sbr. ákvæði í  63. gr. laganna.

Landssamband veiðifélaga vísar til fundar í ráðuneyti yðar hinn 17. október s.l.  Á þeim fundi kom fram að enn er ekki hafist handa um setningu reglugerðar líkt og  áskilið er,  sbr.  5. mgr.,  63. gr. laga nr. 60/2013.

Það ákvæði laganna sem um ræðir er svohljóðandi:

„Ráðherra setur í reglugerð nánari fyrirmæli um innflutning [og dreifingu]1) framandi tegunda, þar á meðal um áhættumat og um þau sjónarmið sem leggja skal til grundvallar við mat á því hvort leyfi skv. 1. mgr. skuli veitt, svo og um störf sérfræðinganefndar skv. 4. mgr. Ráðherra getur að fengnum tillögum sérfræðinganefndarinnar ákveðið í reglugerð að banna innflutning [og dreifingu]1) tiltekinna framandi tegunda og skal hann birta þar skrá yfir þær. Á sama hátt getur ráðherra ákveðið að vissar tegundir megi flytja inn án leyfis skv. 1. mgr. og skal hann einnig birta skrá yfir þær.“

Landssamband veiðifélaga bendir á mikilvægi þess, til verndar íslenskri náttúru, að ráðherra hefjist nú þegar handa um setningu reglugerðarinnar líkt og lögin áskilja, þannig að  fyrir liggi  þau sjónarmið sem leggja skal til grundvallar leyfisveitingum þegar um innflutning eða dreifingu framandi tegunda er að ræða. 

 

Þá telur Landssambandið brýnt að áhættumat það sem lögin kveða á um að framkvæma skuli, verði unnið hið fyrsta enda forsenda ákvarðanatöku þegar um leyfisveitingar er að ræða.

Landssambandið setur því fram þá kröfu með bréfi þessu að framangreind vinna við setningu reglugerðar og áhættumats  um innflutning og dreifingu framandi lífvera verði hafin án tafar, enda  er reglugerðin og lögboðið áhættumat grundvöllur þess að ákvæðum 63. gr. l. nr. 60/2013 verði beitt til verndar íslenskri náttúru.

 

Þess er óskað að ráðuneytið svari erindi þessu hið fyrsta og upplýst verði hvenær ráðuneytið hyggst hefja lögboðna vinnu um þá þætti sem að framan greinir líkt og skylt er með vísan til nýrra laga um náttúrvernd.

 

F.h. Landssambands veiðifélaga

Jón Helgi Björnsson,

 formaður

 

Hér er hægt að sækja þetta bréf sem word- eða pdf skjal

 

Þessa frétt er að finna á vefnum ruv.is