Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
13. október 2016

Urriðadansinn næstkomandi laugardag

Jóhannes Sturlaugsson verður, næstkomandi laugardag 15 október, með árlega fræðslugöngu sína á slóðir ísaldarurriðans i Öxará á Þingvöllum. Fræðslugangan sem gengur undir nafninu Urriðadans og er á vegum Þjóðgarðsins á Þingvöllum og Laxfiska hefst klukkan 14:00 á bílastæðinu þar sem Valhöll stóð, sjá nánar hér á heimasíðu Þingvallaþjóðgarðs.

Jóhannes Sturlaugsson með góðkunningja í fanginu. Mynd © Þjóðgarðurinn á Þingvöllum

 

Þetta mun vera fjórtánda árið í röð sem Jóhannes Sturlaugsson hjá Laxfiskum er með fræðslugöngu sína og er óhætt að mæla með þessum bráðskemmtilega og fróðlega viðburð.

 

Eftir vindasama og úrkomumikla daga gefst loks kærkomið tækifæri til útivistar næstkomandi laugardag en Veðurstofa Íslands spáir því að það verði mjög gott veður á Þingvöllum þennan dag, léttskýjað, góður hiti og mjög hægur vindur.