Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
12. október 2016

Erfðablöndun stærsta ógnin

Á rúmum þrjátíu árum hafa laxagöngur í norskar ár minnkað um rúmlega helming og afföll í hafi skýra hluta þess. Í ástandsskýrslu norska vísindaráðsins um málefni villtra laxa kemur fram að minnkandi veiði, bæði í sjó og í ám, hefur orðið til þess að nægur hrygningarfiskur er í flestum ám sem skýrslan tekur til, en vegna minni laxgengdar hefur veiðiþol minnkað verulega. 

 

Að auki steðja margar hættur að villtum laxastofnum vegna staðbundinna áhrifa og er erfðablöndun eldislaxa við villta stofna stærsta ógnunin. Laxalúsin er að mati Vísindaráðsins næst stærsta ógnunin og þar á eftir koma vatnsorkuver. Þessi þrjú atriði hafa haft neikvæð áhrif á villta laxastofna en fleira kemur til. Til dæmis súrt regn, framkvæmdir í og við vatnasvæði og sníkjudýrið Gyrodactylus salaris. 

Í skýrslunni er vísað í nýjar rannsóknir sem sýna að margir laxastofnar í Noregi bera þess merki nú þegar að hafa blandast við kynbættan eldisfisk og hætta er á að slík blöndun hafi neikvæð áhrif á villta stofna og geti haft í för með sér að þeir minnki enn frekar. 

Í skýrslunni er tekið fram að árið 2015 var hlutfall eldisfisks hátt í mörgum ám og metið í meðallagi eða of hátt í 22% þeirra stofna sem voru skoðaðir. 

Í íslensku samhengi er vert að geta að stórir hlutar strandlengjunnar – þar sem allar helstu laxveiðiár landsins falla til sjávar – eru nú þegar friðaðir fyrir öllu sjókvíaeldi. 
 

Hér er að finna skýrslu norska vísindaráðsins

 

Hér er að finna fróðleik um sníkjudýrið Gyrodactylus salaris

 

Þessa frétt er að finna á vefnum BB.is