Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
29. september 2016

Nýjar veiðitölur

Komnar eru  nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiðii í lok síðasta miðvikudags 28. september síðastliðinn. 

Það er liðið vel fram á haust og eins og áður hefur komið fram þá loka árnar ein af annari þessa dagana. Nokkrar loka nú um mánaðarmótin og verða lokatölur settar inn þegar þær berast. Það vantar tölur frá nokkrum ám en það skýrist m.a. af þeirri ástæðu að víða hefur veiðihúsum verið lokað, starfsfólk og leiðsögumenn lokið störfum þetta veiðitímabilið og fyrir vikið er ekki eins auðvelt að nálgast tölur. Án efa munu veiðitölur skila sér á næstu dögum og þá verða þær skráðar inn.

Ytri-Rangá er efst á listanum okkar og hafa veiðst 8722  laxar en á einni viku veiddust 343 laxar. Í öðru sæti er Miðfjarðará en lokatalan samtals 4338 laxar en síðastliðna viku veiddust alls 143 laxar. Eystri-Rangá er í þriðja sæti og er komin í alls 3197 en alls veiddust 48 laxar sl. viku.

 

Þær ár sem á eftir koma eru:

   

4. Blanda 2386 laxar - vikuveiði 30  laxar (Lokatala).

 

5. Þverá og Kjarará 1902 laxar - (Lokatala).

 

6. Laxá í Dölum 1621 laxar - vikuveiði 190 laxar.

 

7. Langá 1433 laxar - vikuveiði 121 laxar.

 

8. Haffjarðará 1305 laxar - vikuveiði 25 laxar. (Lokatala).

 

9. Norðurá í Borgarfirði 1297 laxar (lokatölu vantar)

 

10. Laxá í Aðaldal 1207 laxar - (Veiðitala frá 21 september) 

 

11. Haukadalsá 1056 laxar -  (Veiðitala frá 21 september) 

 

12. Víðidalsá 1053 laxar -  (Veiðitala frá 21 september)

 

Það styttist í að hægt verði að bera saman veiði þetta tímabilið við önnur undangengin. Þær veiðitölur sem vantar munu eflaust skila sér fljótlega og þá verður rýnt í tölurnar og þeim gerð betur skil þegar þar að kemur.