Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
28. september 2016

Vill setja skilyrði fyrir leyfisveitingu

Skipulagsstofnun telur að áformað 14.500 tonna laxeldi Fjarðalax og Arctic Seafarm í Patreksfirði og Tálknafirði muni ekki hafa veruleg neikvæð áhrif á siglingarleiðir eða aðra starfsemi í fjörðunum en telur að framkvæmdir muni hafa áhrif á ásýnd fjarðanna. Stofnunin leggur til skilyrði fyrir leyfisveitingu til að draga úr áhrifum áhættuþátta. Þetta kemur fram í áliti stofnunarinnar á matsskýrslu umhverfisáhrifa fyrirtækjanna.

Vill að sett verði skilyrði vegna áhættuþátta

Skipulagsstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif fiskeldisins muni felast í áhrifum fisksjúkdóma og laxalúsar á náttúrulegara stofna laxfiska og á botndýralíf.  Þá telur Skipulagsstofnun líklegt að svo mikil aukning á framleiðslu í fjörðununm feli í sér meiri hættu á að lax sleppi úr kvíunum með tilheyrandi hættu á blöndun við vilta laxastofna. Skipulagsstofnun telur að leyfisveitingu þurfi að fylgja skilyrði hvernig draga megi úr hættu á þessum þáttum.  Þá telur stofnunin mikilvægt að lífríki hafbotnsins á eldissvæðunum verði vaktað í samræmi við viðurkennda staðla og burðarþolsmat uppfært.

 

Geti orðið samlegðaráhrif fiskeldis

Skipulagsstofnun telur að samlegðaráhrif geti orðið með eldinu og öðru fiskeldi á Vestfjörðum en áform eru um aukið fiskeldi allt frá Patreksfirði norður í Ísafjarðardjúp. Samlegðaráhrif geti orðið á landslag og ásýnd, ferðamennsku, útvist og mögulega aðra nýtingu. Það liggi þó utan þess verkefnis sem álit Skipulagsstofnunar fjallar um en stofnunin telur eðlilegan vettvang vera strandsvæðaskipulag fyrir Vestfirði.

 

Arnarlax er núverandi eigandi Fjarðarlax og tekur við öllum réttindum og skyldum Fjarðarlax og verður áformum haldið áfram í samstarfi við Arctic Seafarm.

 

Þessa frétt er að finna á vefnum ruv.is