Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
21. september 2016

Áform um 10.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi

Fiskeldisfyrirtækið Arnarlax hefur sent frá sér drög að tillögu að matsáætlun fyrir umhverfismat á framleiðslu á 10 þúsund tonnum af laxi árlega í Ísafjarðardjúpi. Tillagan er fyrsti liður í mati á umhverfisáhrifum eldisins.

Aðskilin matsferli

Tillagan nær aðeins til fyrirhugaðs eldis í Ísafjarðardjúpi en fyrirtækið áætlar einnig að hefja 10.000 tonna laxeldi á Jökulfjörðum, það eldi hefur verið gagnrýnt vegna staðsetningar eldisins. Arnarlax mun vinna samtímis að mati á umhverfishrifum á þessum tveimur verkefnum í aðskildu matsferli. Fyrirtækið er með starfsstöð á Bíldudal og eldi í Arnarfirði en laxi úr Djúpinu verður slátrað í nýrri starfsstöð fyrirtækisins í Bolungarvík og þaðan fluttur á markaði erlendis. Stefnt er að því að hefja eldið vorið 2018.

 

Áform um framleiðslu á 16.800 tonn af laxi í Djúpinu

Í drögum að matsáælun, sem eru unnin af Verkís, kemur fram að ef fyrirhuguð áform um fiskeldi í Ísafjarðardjúpi ná fram að ganga verður heildarframleiðsla 16.800 tonn af laxi, 4.400 tonn af regnbogasilungi og 600 tonn af þorski.  Háafell áformar framleiðslu á 6.800 tonnum af laxi og 200 tonnum af þorski og Dýrfiskur hefur áform um að auka eldi regnbogasilungs við Snæfjallaströnd úr 200 tonnum í 4.000 tonn á ári.

 

Óska eftir athugasemdum

Í tillögunni er fyrirhugaðri framkvæmd lýst, fjallað um samræmi við gildandi skipulag og greint frá helstu áhrifaþáttum sem og fyrirliggjandi rannsóknum lýst. Almenningur er hvattur til að kynna sér drögin og skila inn athugasemdum í tölvupósti: umhverfismal@verkis.is

 

Þessa frétt er að finna á vefnum ruv.is