Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
14. september 2016

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 14. september síðastliðinn. 

Haustlægðirnar eru farnar að koma og þeim fylgdi töluverð úrkoma sem hafði bæði jákvæð og neikvæð áhrif á veiði síðastliðina viku. Við aukið rennsli í sumum ám komst hreyfing á laxinn og skilyrði til veiða bötnuðu en síðan varð vatnsflaumurinn það mikill að skilyrði versnuðu á ný. Vatnsbúskapurinn er nánast í ökla eða eyra, eins og stundum er sagt, og þessi úrkoma hefði gjarnan mátt koma fyrr á veiðitímabilinu sem hefur einkennst mikið af úrkomuleysi og dræmri veiði meðal annars af þeim sökum.

Það bætist í hóp þeirra vatnakerfa þar sem veiðin er komin yfir 1000 laxa markið en það mun vera Haukadalsá en síðustu viku veiddust alls 101 lax og hún kominn í 1003 laxa. 

Ekki kemur á óvart að Ytri-Rangá trónir efst á listanum okkar en veiðin farin að nálgast 8000 laxa markið og alls hafa veiðst 7966 laxar en á einni viku veiddust 538 laxar. Veiðin gengur einnig vel í Miðfjarðará sem nálgast 4000 laxa markið en þar hafa veiðst alls 3948 laxar en síðastliðna viku veiddust alls 271 lax. Eystri-Rangá er komin yfir 3000 laxa markið, komin í 3050 en alls veiddust 74 laxar sl. viku.

 

Þær ár sem á eftir koma eru:

   

4. Blanda 2356 laxar - vikuveiði 26  laxar

 

5. Þverá og Kjarará 1902 laxar - vikuveiðin 94 laxar. Lokatala.

 

6. Norðurá í Borgarfirði 1297 laxar höfðu veiðst fyrir viku síðan en nýja tölu vantar og kemur hún eflaust á morgunn.

 

7. Haffjarðará 1280 laxar - vikuveiði 62 laxar.

 

8. Langá 1229 laxar - vikuveiði 70 laxar.

 

9. Laxá í Dölum 1225 laxar - vikuveiði 204 laxar.

 

10. Laxá í Aðaldal 1165 laxar - vikuveiði 90 laxar.

 

11. Haukadalsá 1003 laxar - vikuveiði 101 laxar.

 

12. Víðidalsá 990 laxar - vikuveiði 63 laxar.

 

Lokatölur hafa borist úr Straumum í Hvítá en þar veiddust samtals 260 laxar og Þverá og Kjarará þar sem veiðin var alls 1902 laxar þetta veiðitímabilið. 

 

Á næstu tveimur vikum má búast við að töluvert fjölgi í þeim hópi vatnakerfa þar sem veiði er lokið og fáum við lokatölur fljótlega úr þeim ám. Þangað til sjáum við hvað setur.