Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
13. september 2016

Regnbogi veiðist nú í ám um alla Vestfirði

Yfirlýsing Landssambands veiðifélaga

 

Stjórn Landssambands veiðifélaga lýsir þungum áhyggjum vegna frétta af slysasleppingum í fiskeldi. Samkvæmt tilkynningu fiskistofu veiðist regnbogi nú í ám í Patreksfirði, Tálknafirði, Arnarfirði og Dýrafirði. Grunur liggur á að regnbogi sé einnig í ám í Ísafjarðardjúpi. Koma þessar fregnir til viðbótar slysasleppingu í Berufirði í vor þar sem kví með 120.000 regnboga opnaðist með þeim afleiðingum að regnbogi veiðist nú um alla Austfirði.

Regnbogi veiddur í Lóni í A - Skaftafellssýslu

 

Stjórn Landssambands veiðifélaga harmar þá stöðu sem kominn er upp og bendir á að varað hafi verið við þeirri hættu sem villtum silunga og laxastofnum stafaði af stórfelldu fiskeldi í sjókvíum. Stjórnin telur að þessi atvik ásamt  umhverfisslysi þegar norskur eldislax slapp úr sjókvíum í Patreksfirði haustið 2013 sé til marks um þá miklu umhverfishættu sem villtum laxa- og silungastofnum stafar af sjókvíaeldi við strendur landsins Rétt er að benda á að regnbogi er mun auðgreinanlegri þegar hann sleppur heldur en lax sem oft er ekki mikið frábrugðin villtum laxi.  Þessu til viðbótar sýna rannsóknir að eldislax leitar í árnar að hausti og þá gjarnan eftir veiðitíma.    Nú hafa hafa verið leyfi til framleiðslu á un 40.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi og fréttir berast um að áform sú um að framleiða allt að 180.000 þúsund tonn.  

 

Í ljósi þess að í fyrra voru framleidd  rúmlega 3000 tonn af laxi og regnboga í sjókvíum og umfangið í slysasleppingum er eins og komið hefur fram í tilkynningu fiskistofu má ljóst vera að hér stefnir í mikið óefni. 

 

Stjórn Landssambands veiðifélaga lýsir ábyrgð á hendur stjórnvalda vegna þess ástands sem ríkir og krefst þess að nú þegar verði gripið til aðgerða vegna þeirra alvarlegu stöðu sem nú blasir við.

 

Frekari upplýsingar gefur Jón Helgi Björnsson, formaður, Landssambands veiðifélaga.

S. 893 3778

 

Sjá einnig;    http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/nr/1485