Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
8. september 2016

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landssambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 7. september síðastliðinn. 

Fremur erfitt var að ná saman tölum í þetta skiptið en þær veiðitölur munu eflaust skila sér á morgunn. Það styttist í að veiði ljúki í flestum ám þetta veiðitímabilið en í sumum ám verður veitt fram í október. Skilyrði til veiða síðastliðna viku voru fremur dræm í mörgum ám og endurspeglast það í veiðitölum. Eftir veiði síðustu viku bættist ein á, Laxá í Dölum, í hóp þeirra sem hafa farið yfir 1000 laxa markið en síðustu viku veiddust alls 49 laxar og hún komin í alls 1021 laxa.

Villtur lax Mynd © Sumarliði Óskarsson

Ytri-Rangá er sem fyrr efst á listanum okkar en veiðin er komin í alls 7428 laxa en á einni viku veiddust 1119 laxar sem er um þrefalt meiri veiði en samanborið vikuna á undan. 

Þær ár sem á eftir koma eru:

 

2. Miðfjarðará 3677 laxar - vikuveiði 174 laxar.

 

3. Eystri-Rangá 2976 laxar - vikuveiði 118 laxar.

 

4. Blanda 2330 laxar - vikuveiði 35  laxar

 

5. Þverá og Kjarará 1808 laxar - vikuveiðin 53 laxar.

 

6. Norðurá í Borgarfirði 1297 laxar - vikuveiði 79 laxar.

 

7. Haffjarðará 1218 laxar - vikuveiði 40 laxar.

 

8. Langá 1159 laxar - vikuveiði 53 laxar.

 

9. Laxá í Dölum 1021 laxar - vikuveiði 49 laxar.

 

Þess má geta að sökum þess að ekki bárust allar veiðitölur þá ber að í huga að ofangreind upptalning getur tekið einhverjum breytingum.

 

Á næstu dögum munu berast lokatölur úr nokkrum ám og þá verður fróðlegt að bera saman veiði milli ára og rýna frekar í tölurnar. Þangað til sjáum við hvað setur.