Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
28. júlí 2016

Nýjar veiðitölur

Komnar eru nýjar veiðitölur á vef Landsambands Veiðifélaga. Samantektin er frá veiði í lok síðasta miðvikudags 27. júlí síðastliðinn. Eftir veiði síðustu viku bættust ekki fleiri ár í hóp þeirra sem hafa farið yfir 1000 laxa markið. Síðastliðin vika einkenndist af naumt skammtaðri vætutíð og hlýindum sem hvoru tveggja dregur öllu jöfnu úr veiði. Við þetta bætist síðan fremur dræmar heimtur úr hafi á eins árs laxi. En það styttist í næsta straum og má segja að heimtur á eins árs laxi, sem þá kemur, mun vega þungt hvernig þetta veiðitímabil verður. Þetta veiðitímabil kemur ítrekað á óvart hvað marga hluti varðar og má þar nefna vatnsbúskap, hlýindi, minni heimtur af eins árs lax og síðan hve mikið af tveggja ára lax skilaði sér snemma upp í vatnakerfin þetta árið.

Villtur lax Mynd ©Sumarliði Óskarsson

Í sumum vatnakerfum eru fiskvegir og teljari en með því móti er hægt að fylgjast vel með hvernig lax skilar sér og gengur í sína heima á. Má nefna að í gegnum teljari við Sveðjufoss í Langá á Mýrum hefur farið mikið magn af laxi inn Grenjadalinn og upp úr. Þegar aðstæður til veiði batna þá má búast við töluvert mikilli veiði ef allt gengur eftir. Þetta gildir um æði mörg vatnakerfi en engu að síður hefur töluvert dregið úr veiði síðastliðna viku og má þar leita skýringa að einhverjum hluta í þeim áhrifaþáttum sem nefndir eru hér að ofan.

 

Efst á lista okkar þessa vikuna er Ytri-Rangá sem hefur nú farið yfir 3000 laxa markið og er komin í alls 3250 laxa en á einni viku veiddust 701 laxar. Þær ár sem á eftir koma eru:

2. Eystri-Rangá er komin í 1885 laxa - vikuveiði 252 laxar.

3. Blanda er komin í 1681 laxa - vikuveiði 189 laxar.

4. Miðfjarðará er komin í 1996 laxa - vikuveiðin 537 laxar.

5. Þverá og Kjarará er veiðin alls 1300 laxar - vikuveiðin 147 laxar.

 

Í raun má segja að víðast hvar hafi verið ágætis veiði miðað við aðstæður sem hafa ekki verið sérstaklega góðar undanfarna daga. Væntingar síðasta straums flytjast að mestu á næsta stóra straum og menn vona að það muni skila sér mikið af smálaxi á næstunni. Það er töluverður tími eftir af þessu veiðitímabili og aldrei að vita hvað gerist. Sjáum til hvað gerist.

 

Athygli er vakin á því að þó við erum með 25 gagnagrunnsár, sem við söfnum vikulega gögnum frá, þá er velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok miðvikudags kvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling eða hringja/senda sms í síma 852-3398.