Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
26. júlí 2016

Grenlækur tekur vel við sér

Grenlækur í Vestur-Skaftafellssýslu er óðum að taka við sér. Orkustofnun veitti leyfi fyrir hálfum mánuði til að rjúfa varnargarða til að bregðast við bráðavanda en lækurinn var að þorna upp.

 

Þórunn Júlíusdóttir, bóndi á Seglbúðum í Landbroti sunnan Kirkjubæjar, segir að ástandið sé orðið betra. Lækurinn hafi tekið vel við sér og fiskur sé kominn í ána. Hann bíði samt álengdar með að færa sig ofar með hækkandi vatnsstöðu. Leyfi Orkustofnunar til að bregðast við bráðavandanum gildir til 15. ágúst.  

Þórunn segir að þessi bráðabirgðalausn lagi vissulega ástandið á læknum í sumar. Ef aftur verði lokað þá er ljóst að lækurinn fari aftur í það horf sem hann var áður en brugðist var við vandanum og allur fiskur deyi út. Grenlækur er á náttúruminjaskrá og hefur verið talinn ein mesta silungsá landsins.  

 

Þessa frétt er að finna á vefnum ruv.is