Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
14. júlí 2016

Nýjar veiðitölur

 

 

Þess má geta að ef heildarveiði tíu efstu ánna er lögð saman þá hafa veiðst alls 9088 laxar að kvöldi miðvikudags 13 júlí. Ef heildarveiðin í sömu tíu ám er skoðuð á svipuðum tíma, s.s. 15 júlí í fyrra, þá var veiðin samtals 5452 laxar. Á þessu veiðitímabili hafa því veiðst 3636 laxar fleiri laxar í þessum ám en árið á undan.

 

Í sumum ám er vatnsbúskapurinn farin að hafa lítilega áhrif á veiði og væri rigning vel þegin til að bæta þar úr en einhver væta er í kortunum og vonandi gengur sú spá eftir.

 

Við söfnun veiðitalna gefst stundum kærkomið tækifæri til að ræða aðeins við viðkomandi og fá nánari upplýsingar. Í samtölum kemur fram að víða virðist staðan sú að smálax hafi ekki skilað sér í þeim mæli sem vonast var eftir í síðasta straum.

 

Áhugavert verður að sjá hvað gerist á næstunni og hvað skilar sér í næsta straum. Hinsvegar þá má hafa það í huga að þó áratugum saman sé fylgst með seiðabúskap í mörgum ám, rýnt í hreistur, fiskur talinn, fjölmargar aðrar mikilvægar rannsóknir stundaðar og töluverð þekking byggst upp hjá rannsóknaraðilum, veiðimönnum, landeigendum og fl. þá er erftt að spá nákvæmlega fyrir um þróun mála hvað laxfiskana varðar. En hugsanlega er það einmitt hið besta mál í ljósi þess að stór hluti veiðinnar er einmitt vangaveltur, eftirvænting og óvissa. Sjáum til.

 

Við bendum aftur á því að þó við erum með 25 gagnagrunnsár, sem við söfnum vikulega gögnum frá, þá er velkomið að senda inn veiðitölur úr öðrum vatnakerfum og við birtum þær hér á vefnum. Einna best er að fá veiðitölur í lok miðvikudags kvölds en það gerir samanburð fróðlegri og auðveldari.

 

Hægt er að senda inn veiðitölur á bjorn@angling eða hringja/senda sms í síma 852-3398.