Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
8. júlí 2016

„Hryllilegt“ að horfa upp á deyjandi fiskana

Dauðinn einn bíður þeirra fáu fiska sem eftir eru í pollum í uppþornuðum árfarvegi Grenlækjar í Vestur-Skaftafellssýslu, sem er á náttúruminjaskrá. Erlendur Björnsson, bóndi og líffræðingur, segir það hryllilega sjón og er fullviss um að flóðvarnargörðum við Skaftá sé um að kenna.

Vatnsþurrð í Grenilæk  © Ruv.is

Vegagerðin hefur síðan um miðja síðustu öld reist varnargarða ofan við hringveginn vestan Kirkjubæjarklausturs til að verjast flóðum úr Skaftá, garða sem bændur á svæðinu telja að þurrki upp lindir og læki í Landbroti og Meðallandi, með alvarlegum afleiðingum fyrir lífríkið. Umdeilt er meðal sérfræðinga hvort samhengi sé milli garðanna og þurrkanna.

Skjáskot © Ruv.is - Smellið á mynd til að sjá myndskeið með frétt.

 

Þessa frétt er að finna á vef Ruv.is