Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
2. júlí 2016

Hafrannsóknastofnun - rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna

Þann 1. júlí 2016 sameinast Veiðimálastofnun og Hafrannsóknastofnun í nýja öfluga rannsóknastofnun undir ofangreindu heiti.


Starfsstöðvar nýrrar stofnunar verða þær sömu og hjá fyrri stofnunum. Póstfang skrifstofu verður Skúlagata 4, 101 Reykjavík. Einnig fær ný stofnun nýja kennitölu eða 470616-0830 og öll innkaup frá og með 1. júlí eiga að skrást á nýja stofnun og nýja kennitölu. Innkaup fyrir 1. júlí skrást á viðkomandi stofnun og eldri kennitölu.

 

Fyrst um sinn verða heimasíður Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar opnar með þeim margvíslegu upplýsingum sem þar er að finna. Almennar upplýsingar um Hafrannsóknastofnun - rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna má finna á heimasíðu hennar sem opnar 1.júlí hafogvatn.is. Fréttir og annað efni mun síðan birtast á nýrri heimasíðu.

 

Þessa frétt er að finna á vef Veiðimálastofnunar.