Veiðitölur
Smelltu hér til að gerast áskrifandi að angling fréttum
16. júní 2016

Frá Aðalfundi LV 2016

Aðalfundur Landssamband veiðifélaga var haldinn að Hótel Bifröst Borgarfirði dagana 10. – 11. júní.

Fundinn sátu fulltrúar frá 36 veiðifélögum, auk gesta sem ávörpuðu fundinn. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa þá hélt Sigurður Guðjónsson erindi um „Hlutverk og áherslur rannsókna á laxfiskum hjá nýrri stofnun“ og Guðni Guðbergsson um „Netaupptakan í Borgarfirði og áhrif hennar.“

 

Nokkrar ályktanir voru samþykktar á fundinum og verða þær birtar síðar á angling.is

Jón Helgi Björnsson formaður Lv  Mynd© ÁS & ÞS

 

Á fundinum fór fram kjör fulltrúa frá Norður- og Suðurlandi í stjórn LV. Jón Benediktsson, Auðnum, var endurkjörinn sem fulltrúi Norðurlands og Þráinn Bj. Jónsson, Miklaholti, var kjörinn fulltrúi Suðurlands í stað Þorgilsar Torfa Jónssonar sem ekki gaf kost á endurkjöri.  

 

Stjórn LV er því þannig skipuð:

Jón Helgi Björnsson, Laxamýri, formaður.

Jón Egilsson, Sauðhúsum, varaformaður.

Jón Benediktsson, Auðnum, ritari.

Guðmundur Wiium Stefánsson, Fremri Nýp, gjaldkeri.

Þráinn Bj. Jónsson, Miklaholti, meðstjórnandi.

 

Frá aðalfundi Lv 2016  Mynd© ÁS & ÞS

Frá aðalfundi Lv 2016 Mynd© ÁS & ÞS